Ísraelar verða að hætta barnadrápum og mögulegum stríðsglæpum
10.1.2009 | 21:14
Ísraelar verða að hætta barnadrápum sem þeir sannarlega hafa stundað að undanförnu sem og stríðsglæpum og mannréttindabrotum sem þeir kunna að hafa framið að undanförnu. Alþjóðasamfélagið verður að kanna hvor fótur er fyrir ásökunum um að Ísraelar beit fosfór í árásum í hinu þéttbýla Gaza og hvort Ísraelar hafa smalað tugum fólks inn í hús og sprengt það síðan í loft upp.
Ef Ísraelar halda áfram á þeirri braut sem þeir hafa verið undanfarnar vikur - þá endar það með því að þjóðir heims munu snúa baki við Ísraelum. Það má ekki gerast - því að sjálfsögðu eiga Ísraelar tilverurétt í sjálfstæðu ríkis eins og Palestínumenn eiga þann sama rétt.
Það er ekki hægt að skýla sér á bak við óhæfuverk Hamas þegar börn eru drepin í hundraðatali.
Þessu verður að linna.
Óverjandi ofbeldi Ísraela kosta börnin lífið!
Ísraelar ætluðu alltaf að ráðast á Gaza þrátt fyrir vopnahlé við Hamas
Dráp á palestínskum börnum móðgun við minningu myrtra gyðingabarna
![]() |
Fosfórský á Gasasvæðinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Framsóknarmenn sækja að Guðlaugi Þór - en ég er samt ánægður með hann!
10.1.2009 | 00:20
"Framsóknarmenn kalla eftir haldbærum skýringum frá ráðherra og fallast ekki á loðin svör hans um mögulegan sparnað með lokun spítalans. Framsóknarmenn í Hafnarfirði styðja starfsfólk St.Jósefsspítala, sjúklinga og aðra sem bera hag spítalans fyrir brjósti í baráttu sinni fyrir því að honum verði ekki lokað. Stöndum vörð um St. Jósefsspítala og látum ákall frá borgarafundinum hljóma svo hátt að ráðherrann heyri til"
Svo hljóðar samþykkt Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði. Ég skil vel áhyggjur þeirra - enda finn ég Gaflarablóðið kalla á mig í að berjast fyrir hagsmunum Hafnfirðinga!
Engu að síður er ég ánægður með meginatriði Guðlaugs Þórs sem hefur tekið djarft - og að mínu mati farsælt skref - með því að skipta landinu upp í einungis 6 heilbrigðisstofnanasvæði.
Ég er þess fullviss að í því felast sóknartækifæri.
Undirstrika þó það sem ég hef sagt: Guðlaugur Þór sýnir kjark og áræði
Undirstrika þó það sem ég hef einnig sagt:
"En þótt mikil breyting felist í þessum róttæku breytingum sem og öðrum breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur boðað, þá fer fyrst að reyna á ráðherrann í framhaldinu.
Það skiptir nefnilega öllu máli hvernig unnið verður úr þeim ramma sem settur hefur verið og hvernig unnið verði úr þeim tillögum um breytingar sem samhliða voru kynntar á starfsemi ýmissa sjúkrastofnanna.
Það verður úrvinnsluferlið og endanleg útfærsla sem skiptir mál. Þessi aðgerð getur endað með ósköpum ef ekki er vel haldið á málum og ekki tekið tillit til aðstæðna á hverjum stað fyrir sig. En þessi róttæka breyting getur einnig orðið til þess að auka hagkvæmni og bæta heilbrigðiskerfið í heild til lengri tíma litið.
Tíminn mun leiða í ljós hvort ráðherrann ræður við verkefnið eða hvort það verði banabiti hans sem stjórnmálamanns."
Það hvernig ráðherrann nær lendingu í St.Jó. mun ráða miklu um framhaldið.
Vil taka sérstaklega fram að margir Framsóknarmenn hafa haft við mig samband og hundskammað mig fyrir þessa afstöðu. Ég met það mikils. En mér finnst þetta samt.
![]() |
Skorað á Hafnfirðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)