Alvarlegar rangfærslur í leiðara 24 stunda!
26.9.2008 | 08:49
Það voru alvarlegar rangfærslur í annars mjög góðum leiðara 24 stunda í morgun. Ritstjóranum er reyndar vorkun því rangærslunum hefur mjög verið haldið á lofti í umræðunni og eru því miður orðnar "viðtekinn sannleikur" í hugum fólks.
Í leiðaranum segir: "Þúsundir fjölskyldna nýttu sér frábær boð bankanna um íbúðalán frá sumrinu 2004. Lánin buðust með endurskoðunarákvæði á fimm ára fresti..."
Þetta er satt ogrétt. En í kjölfarið kemur rangfærslan:
"...Íbúðalánasjóður hafði áður byrjað að bjóða 90% lánshlutfall."
Þetta er alrangt!
Bankarnir hófu að bjóða íbúðalán sín á lágum vöxtum 24. ágúst 2004. Alþingi heimilaði Íbúðalánasjóði að veita 90% lán 3. desember 2004. Þá höfðu bankarnir lánað nærri 200 milljarða króna í nýjum íbúðalána - meira en þrefalda árlega fjárhæð útlána Íbúðalánasjóðs!
Af efnahagslegum ástæðum stóð ekki til að Íbúðalánasjóður lánaði 90% lán fyrr en vorið 2007.
Það vissu bankarnir - enda hafði sú fyrirætlan verið kynnt forsvarsmönnum bankanna af sérstökum verkefnahóp sem sá um undibúning 90% lánanna.
Hins vegar var ekki talin ástæða til þess að bíða með 90% lánin af efnahagslegum ástæðum - því hin nýju, óheftu lán bankanna sem jafnvel voru 100% lán - voru þegar búin að leggja drög að ofurþenslu efnahagslífins.
90% lán Íbúðalánasjóðs - sem sjaldnast voru 90% lán vegna þess að brunabótamat takmarkaði þau - skiptu engu til eða frá efnahagslega. Þau skiptu hins vegar máli fyrir landsbyggðina - þar sem bankarnir lánuðu ekki íbúðalán.
Þetta er nú sannleikur málsins.
En ég skil ritstjóra 24 stunda að gera þessi mistök - flökkusögnin um að bankarnir hafi komið í kjölfar 90% lánanna er svo sterk í hugum fólks. En hún jafn röng fyrir það!
PS:
Var að horfa á Vilhjálm Egilsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Guðmund Bjarnasson framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs hjá Ingva Hrafni á ÍNN sjónvarpsstöðinni.
Þar hélt Vilhjálmur því enn einu sinni blákalt fram að lánshlutfall Íbúðalánasjóðs hefði verið hækkað 2003! Guðmundur leiðrétti það reyndar. Það er ekki í fyrsta og ekki í annað skipti sem Vilhjálmur er leiðréttur með þetta. En það virðist lítið duga!
Það er því ekki að undra að ritstjóri 24 stunda hafi haldið að 90% lán Íbúðalánasjóðs hafi komið á undan íbúðalánum bankanna! Hún hefur það eftir Samtökum atvinnulífsins og öðrum aðiljum sem hafa hagsmuni af því að koma svarta pétri frá sér yfir á Íbúðalánasjóð - jafnvel með ósannyndum ef annað dugir ekki!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)