Evrópufrumkvæði Framsóknar svælir Samfylkinguna út úr hýðinu!
20.9.2008 | 18:01
Framsóknarmenn hafa haft hið raunverulega frumkvæði í Evrópusambandsmálum í mörg undangengin ár þótt Samfylkingin hafi eignað sér það að vera "Evrópusambandsflokkur # 1". Nú hefur enn eitt Evrópufrumkvæði Framsóknar svælt Samfylkinguna út úr hýðinu - og það ekki seinna vænna!
Samfylkingin hefur legið þar óáreitt og komist upp með það að þykjast Evrópuflokkur - en ekki lyft litlafingri til þess að vinna málefnalega staðreyndarvinnu um kosti og kalla slíkrar aðildar. Það hefur Framsókn hins vegar gert!
Frumkvæði Framsóknarflokksins í gjaldmiðilsmálum sem birt var fyrr í vikunni - þar sem á faglegan hátt kostir raunverulegir kostir Íslands voru tíundaðir - hefur nú orðið til þess að Ingibjörg Sólrún tjáir sig loksins um Evruna!
Þá hefur Framsókanrmaðurinn Birkir Jón og öflugir félagar hans í ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins tekið af skarið í Evrópumálunum og komið þeim á dagskrá með því að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort ganga skuli til aðildarviðræðna við Evrópusambandið!"
Það er reyndar merkilegt að heyra hvað Ingibjörg Sólrún segir - eða réttara sagt étur nánast upp eftir Framsóknarkonunni Valgerði Sverrisdóttur - orð sem Samfylkingin reyndar hrópaði niður ásamt fleirum fyrir kosningar.
"Mikilvægt er að fá fast land undir fætur, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í pallborðsumræðum á flokksstjórnarfundi flokksins. Hún telur að reyna eigi á upptöku evru, án aðildar að Evrópusambandinu. Hún vill að athugun verði gerð fljótt og vel, svo óvissan hangi ekki yfir."
Þetta sagði Valgerður fyrir löngu!
Það hlýtur að vera dulítið svekkjandi fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að vera endalaust sporgöngumaður hinna öflugu Framsóknarkonu - Valgerðar Sverrisdóttur í hverju málinu á fætur öðru!
Ingibjörg Sólrun hefur nefnilega tekið upp hvert málið af fætur öðru sem Valgerður hafði lagt grunn að og komið á rekspöl!
Friðargæsluna úr stríðsleik yfir í raunverulega friðargæslu, aukinn hlut kvenna í utanríkisþjónustunni - sem Ingibjörg tók reyndar skrefi til baka í á tímabili- nýja stefnu í þróunarsamvinnu sem Valgerður kynnti - og kratinn Sighvatur Björvinsson úthúðaði afar ósemekklega sem embættismaður þegar Valgerður kynnti hugmyndirnar- en þegir þunnu hljóði í dag þegar Ingibjörg Sólrún innleiðir stefnu Valgerðar!
Hefði ekki verið betra að hafa orginalinn Valgerði - í stað eftirlíkingarinnar Ingibjargar Sólrúnar?
Sannleikurinn er nefnilega sá að Samfylkingin elskar valdastólana meira en meinta Evrópustefnu sína!
Þess vegna mun ekkert gerast í Evrópumálum fyrr en Framsóknarflokkurin tekur við þjóðarskútuflakinu af amatörunum í Samfylkinguni sem virðast ekki einu sinni vera með pungapróf í þjóðarskútusiglingu - þrátt fyrri skiptar skoðanir um Evrópusambandsaðild innan Framsóknar!
![]() |
Eyða þarf óvissu um evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)