Guðlaugur Sverrisson árangursríkur formaður Orkuveitunnar!

Það kemur mér ekki á óvart að Framsóknarmaðurinn Guðlaugur Sverrisson stjórnarformaður Orkuveitunnar hafi náð þverpólitísku samkomulagi um ráðningu Hjörleifs Kvaran sem forstjóra fyrirtækisins og á sama fundi náð að staðfesta þverpólitískri sátt um áframhald REI.

Guðlaugur hefur verið spar á yfirlýsingar í fjölmiðlum en þess í stað unnið vinnuna sína og náð þessum merka áfanga í fyrirtæki þar sem fyrir örfátum vikum allt logaði í átökum og ágreiningi.

Það er greinilegt að Guðlaugur veldur hlutverki sínu vel - en eins og menn ættu að muna þá spáðu andstæðingar Framsóknarflokksins Guðlaugi hrakförum í embættinu. Annað hefur komið á daginn.

En þó Guðlaugur sé flottur - þá má ekki gera lítið úr hlut annarra stjórnarmanna sem sýndu þann pólitíska þroska að taka höndum saman og ná sameignlegri niðurstöðu. Það er til fyrirmyndar og þakkarvert eftir ólgu undanfarinna mánaða!


mbl.is Hjörleifur Kvaran ráðinn forstjóri OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflugt og fórnfúst starf Hjálpræðishersins í dagsetri fyrir útigangsfólk!

Það er ótrúlega öflugt og fórnfúst starf sem Hjálpræðisherinn vinnur í dagsetri hersins fyrir útigangsfólk að Eyjaslóð 7. Ég leit þar við ásamt félögum mínum í meirihluta Velferðaráðs til að kynna okkur aðstöðuna og starfsemina. Varð afar snortin af þeirri fórnfýsi sem felst í þessari vinnu Hjálpræðishersins í þágu útigangsfólks, en það koma um 20 sjálfboðaliðar að vinnunni. Einungis einn starfsmaður í dagsetrinu þiggur laun!

Í dagsetrinu sem Hjálpræðisherinn opnaði fyrir um ári síðan gefst fólki tækifæri að fá sér að borða, fara í sturtu, hvílast, fá fótsnyrtingu, þvo fötin sín svo eitthvað sé nefnt! Athvarf þetta er útigangsfólki ómetanlegt enda koma oft allt að 30 manns í mat og hvíld í dagetrinu.

Eitthvað er um það að fyrirtæki styrki Hjálpræðisherinn með hráefni í matargjafir hersins - en stærsti hluti matarins er aðkeyptur. Það mættu fleiri leggja þeim lið á því sviði!

Á jarðhæðinn er nytjamarkaður Hjálpræðishersins þar sem unnt er að gera góð kaup á ýmsum notuðum munum og fatnaði.

Hagnaður af sölunni í nytjamarkaðnum rennur til reksturs dagsetursins.

Ég hvet fólk sem er að taka til í geymslum og bílskúrum að hafa Hjálpræðisherinn í huga!


Bloggfærslur 19. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband