Gera Samtök iðnaðarins upp á milli stjórnmálaflokka?
15.9.2008 | 15:23
Gera Samtök iðnaðarins upp á milli stjórnmálaflokka? Svo virðist vera ef marka má hvernig samtökin kynna niðurstöðu afar merkilegrar könnunar sem sýnir að meirihluti þjóðarinnar vill taka upp Evru. Í frétta á vefsíðu samtakanna er einungis tilgreind afstaða stuðningsmanna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks!!!
Þetta er afar einkennilegt - ekki hvað síst nú þegar Framsóknarflokkurinn hefur lagt í merkilega vinnu í greiningu gjaldmiðilsmála fyrstur stjórnmálaflokka - vinnu sem kynnt verður á morgun! Og ekki síður að Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í að styðja við uppbyggingu íslensks iðnaðar á undanförnum árum!
Það er afar einkennilegt - þegar þingmann Vinstri græna hafa staðið gegn Evrunni og Evrópusambandinu - þótt meirihluti stuðningsmanna flokksins sé hlynntur Evru.
Ég fullyrði að það er meiri frétt að meirihluti Framsóknarmanna og meirihluti Vinstri grænna sé fylgjandi Evrunni - heldur en að 78% Samfylkingar sé þessarar skoðunar!
Get hins vegar tekið undir að hjá 50% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins - sem er helsti andstæðingur Evrunnar og Evrópusambandsins á Íslandi - vera fylgjandi Evru og einungis 35% þeirra andvígir! Halló Geir - hvernig væri að hlusta á eigin kjósendur í málinu!
Skamm Samtök iðnaðarins!
PS kl. 19:30.
Varð á í messunni - enda ekki fullnægjandi upplýsingar á síðu Samtaka iðnaðarins!
Misskildi setninguna: "Þeir eru fleiri í öllum flokkum sem eru hlynntir upptöku evru en þeir sem eru andvígir."
Hef fengið upplýsingar um að það sé ekki yfir 50% fylgi heldur:
"Rétt er að 45,4 prósent framsóknarmanna og 48,8 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna eru fylgjandi evrunni, sem nær ekki meirihluta, þó þetta sé stærsti hlutinn. Skv. Þessu er minnstur stuðningur við upptöku evru meðal framsóknarfólks.
40,9 prósent framsóknarfólks andvígt upptöku evru, 33,5 prósent sjálfstæðismanna, 13,2 prósent samfylkingarmanna, 33,8 prósent vinstri grænna og 43,9 prósent þeirra sem ekki myndu kjósa. Ekki er gefið upp hlutfall þeirra sem ekki hafa gert upp við sig hvaða flokk þeir myndu kjósa, né hlutfall frjálslyndra (býst við að of fáir frjálslyndir hafi gefið sig fram)"
![]() |
Meirihluti vill evru hér á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skoðaði Framsóknarnefndin mögulegt nýtt myntbandalag?
15.9.2008 | 08:35
"Stórefling krónunnar eða upptaka evru eru þeir kostir sem standa til boða sem gjaldmiðill til framtíðar fyrir íslenska hagkerfið. Aðrir kostir, svo sem upptaka svissnesks franka og norskrar krónu, koma ekki til greina. Þetta er meginniðurstaða nýrrar skýrslu gjaldmiðilsnefndar Framsóknarflokksins. Skýrslan verður kynnt formlega í hádeginu á morgun."
Þetta er merkilegt framtak hjá Framsóknarflokknum - að setja nefnd sérfræðinga í að skoða þá kosti sem í stöðunni eru í gjaldmiðilsmálum. Samkvæmt því sem ég heyri á skotspónum virðist rauvneruelga niðurstaða nefndarinnar vera að besti kosturinn sé að taka upp Evru. Næstbesti kosturinn að halda krónunni með þeim fórnarkostnaði sem því fylgir. Til þess að það sé unnt þurfi að stórauka gjaldeyrisforða Íslendinga.
En tli Framsóknarnefndin hafi skoða þriðju leiðina - myntbandalag Breta, Dana, Svía, Norðmanna og Íslendinga? Vissulega leið sem ekki hefur verið mikið í umræðunni - en væri vert að kanna hvort hljómgrunnur væri fyrir!
Við fáum væntanlega að sjá það þegar skýrslan verður birt á morgun.