Heimtar Ólafur Friðrik I að vera borgarstjóri út kjörtímabilið?
7.8.2008 | 15:16
Heimtar Ólafur Friðrik I að vera borgarstjóri út kjörtímabilið?
Heldur borgarstjórinn eftir niðurlægingu Sjálfstæðisflokksins í borgarráði í dag þegar flokkurinn gekk í skítverkin fyrir Ólaf Friðrik við að ryðja Ólöfu Guðnýju úr skipulagsráði - væntanleg ólöglega - að hann geti allt?
Ef marka má Orðróm Mannlífs þá er er þetta reyndin. Þar segir:
"Sú saga hljómar að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi sagt félögum sínum í meirihlutanum, það er borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, að hann sitji ekki í meirihluta undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur né nokkurs annars af þeim sem fylla borgarstjórnarflokkinn. Ólafur er sagður hafa gefið til kynna að hann vilji vera borgarstjóri til enda kjörtímabilsins. Og ef ekki þá slíti hann meirihlutasamstarfinu.
Í ljósi nýjustu tíðinda er frekari fregna að vænta úr Ráðhúsinu."
Ólafur Friðrik I er farinn að minna á nafna sinn Friðrik VI Danakonung sem hafði að leiðarljósið viðkvæðið: "Vér einir vitum!"
![]() |
Skipt um fulltrúa í skipulagsráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skattar renni til sveitarfélaganna ekki ríkisins!
7.8.2008 | 09:47
Sveitarfélögin eru enn einu sinni að hnykkja á nauðsyn þess að auka hlut sinn í skatttekjum með því að fá til sín hluta fjármagnstekjuskatts.
Það er allt of stutt gengið.
Skattar einstaklinga og fyrirtækja ættu að renna beint til sveitarfélaganna en ekki til ríkisins. Sveitarfélögin greiði síðan útsvar til ríkisins vegna fjármögnunar sameiginlegra verkefna.
Sveitarfélögin taki við eins miklu af verkefnum ríkisins og unnt er.
Ríkið sjái fyrst og fremst um þau verkefni sem nauðynlega þarf að vinna fyrir Ísland í heild sinni.
Samhliða þessari skipulagsbreytingu þurfa sveitarfélögin að stækka verulega. Jafnvel í stærð gömlu kjördæmanna.
PS.
Ég hef beðið eftir því að Mogginn fjalli um þetta hitamál sem hátt ber þessa dagana. Einhverra hluta vegna hefur Mogginn kosið að sniðganga umræðuna algerlega! Af hverju ætli það sé?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)