Hvað með áhyggjur af Haarde?

Bankarnir hafa sýnt að þar á bæ eru menn sem vita hvernig á að bjarga sér - þrátt fyrir óhagstæð ytri skilyrði og lélega efnahagsstjórn. Stóru bankarnir munu lifa af efnahagsástandið. Sparisjóðirnir eiga hins vegar erfiðara með að aðlaga sig og eru að renna hver á fætur öðrum inn í Kaupþing. Nú síðast virðist Sparisjóður Mýrasýslu vera á hraðri leið inn í íslenska bankarisan.

En ætli hafi slegið á áhyggjur útlendinga af aðgerðarleysi og efnahagsóstjórn ríkisstjórnar Geirs Haarde? Ég efast um það.

Ekki hjálpa tuttlungar umhverfisráðherrans - eða aumingjaskapur Sjálfstæðismanna í borgarstjórn - sem ekki þora að fara í Bitruvirkjun af ótta við Ólaf Friðrik sólkonung - til í efnahagsástandinu!

Það verður spennandi að sjá fjárlagafrumvarp vinar míns Árna á Kirkjuhvoli í haust. Hann er ekki í öfundsverðu hlutverki!

Vil að lokum vekja athygli á stórmerkilegu bloggi vinar míns Friðriks Jónsonar Bankar, tilviljanir og sveigjanleg hagkerfi með eigin mynt. Snilldar pistill á slóðinni:

http://fridrik.eyjan.is/2008/08/bankar-tilviljanir-og-sveigjanleg.html


mbl.is Uppgjör bankanna slá á áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband