Ríkisstjórnin á að afnema stimpilgjöld af öllum húsnæðislánum!

Fáránlegar uppákomur eins og að 1% eignarhlutur í sumarbústað stórfjölskyldunnar verði til þess að stimpilgjöld af fyrstu íbúð eru ekki felld niður undirstrikar þá vitleysu að ríkisstjórnarinnar að fella einungis niður stimpilgjöld af fyrstu íbúð. Auðvitað átti að fella niður stimpilgjöld af öllum húsnæðislánum!

Þröngar, sértækar aðgerðir kalla alltaf á vandræði sem þessi.

Ég treysti því að Jóhanna fái liðsmenn sína í ríkisstjórninni til að afnema stimpilgjöld af öllum húsnæðislánum - eins og ríkisstjórnin hefur reyndar boðað að verði gert!

Það er alveg ljóst að sú aðgerð mun ekki hafa neikvæð áhrif á efnahagslífið í þeirr kreppu sem nú ríkir - meðal annars vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar.

Þá mætti Jóhanna hækka hámarkslán Íbúðalánasjóð um svona 2 milljónir - strax - og meira þegar líða fer á veturinn!


mbl.is Dýr 1% eignarhlutur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband