Skattar renni til sveitarfélaganna ekki ríkisins!
23.8.2008 | 21:06
Það er nauðsynlegt að styrkja sveitarfélögin og það er rétt að fela þeim sem flest verkefni. En það þarf að tryggja sveitarfélögum þá tekjustofna sem duga.
Skattar einstaklinga og fyrirtækja ættu að renna beint til sveitarfélaganna en ekki til ríkisins. Sveitarfélögin greiði síðan útsvar til ríkisins vegna fjármögnunar sameiginlegra verkefna.
Sveitarfélögin taki við eins miklu af verkefnum ríkisins og unnt er.
Ríkið sjái fyrst og fremst um þau verkefni sem nauðynlega þarf að vinna fyrir Ísland í heild sinni.
Samhliða þessari skipulagsbreytingu þurfa sveitarfélögin að stækka verulega. Jafnvel í stærð gömlu kjördæmanna.
Sjá fyrra blogg mitt:
Skattar renni til sveitarfélaganna ekki ríkisins!
![]() |
Nýr veruleiki sveitarfélaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsóknarmaðurinn Obama tekur með sér reynslubolta!
23.8.2008 | 10:20
Framsóknarmaðurinn Barack Obama valdi að taka með sér hinn mikla reynslubolta Joseph Biden sem varaforsetaefni. Þetta er að mínu viti skynsamleg ákvörðun. Biden er ekki einungis með miklar reynslu - heldur yfirburðaþekkingu í utanríkismálum. Þekkingu sem væntanlega mun nýtast Obama afar vel í forsetaembættinu.
Ég hélt reyndar að Obama myndi velja öldungadeildarmaninn Evan Bayh- en svona geta eru Framsóknarmenn - koma oft á óvart!
Barack Obama er gegnheill Framsóknarmaður!
![]() |
Segir Obama viðurkenna reynsluleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |