Lélegri mæting en á mjög lélegum Framsóknarfundi!
21.8.2008 | 10:48
Það blæs ekki byrlega fyrir ungliðahreyfingum Samfylkingar og Vinstri grænna ef marka má mætingu liðsmanna þeirra fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Mætingin var miklu lélegri en á mjög lélegum illa mættum félagsfundi í Framsóknarflokknum.
Gat með góðum vilja talið 24 til 26 mótmælendur - og 12 frétta og blaðamenn.
Enda átti liðið erfitt með að manna 15 manna stólaleikinn sinn - en það tókst með nokkrum fortölum.
Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með þessi mótmæli. Hélt þau yrðu fjölmenn - enda á fólk að mótmæla ef því ofbýður.
![]() |
Mótmælt fyrir utan ráðhúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hetja og fyrirmynd barna sem þjást af athyglisbresti og ofvirkni!
21.8.2008 | 07:56
Afreksmaðurinn Michael Phelos sem vann 8 gullverðlaun á Olympíuleikunum í Peking hlýtur að vera hetja og jákvæð fyrirmynd fjölda barna sem á við athyglisbresti og ofvirkni að stríða! "Ekkert er ómögulegt" er haft eftir Phelps eftir afrekin í Peking.
Það er nefnilega ekkert ómögulegt. Þessi yfirmynd hlýtur einnig að stappa stálið í fjölskyldur barna sem þjást af athyglisbresti og ofvirkni!
Með þolinmæði og vinnu er unnt að ná miklum árangri þrátt fyrir að nám og daglegt líf getið tekið á. Það hefur Michel Phelps svo sannarlega sannað!
![]() |
Ekkert er ómögulegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |