Íbúðalán bankanna undir loforðum og væntingum!
20.8.2008 | 23:08
Íbúðalán bankanna eru nokkuð undir loforðum forsvarsmanna þeirra og væntingum Íslendinga. Svo vill Geir Haarde breyta Íbúðalánasjóði í heildsölu - sem er ekki galin hugmynd ef sjóðurinn fær líka að lána landsmönnum beint!
Væntanlega finnst fólki gott að hafa aðgang að Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum þessa dagana!
En banjarnir braggast vonandi!
![]() |
Bankar veittu aðeins 44 íbúðalán í júlí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eðlilegur lýðræðislegur réttur að mótmæla nýjum meirihluta!
20.8.2008 | 12:04
Það er jákvætt að ungir andstæðingar nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ætli að nýta eðlilegan lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla! Það er einnig jákvætt að Ungir jafnaðarmenn og Ungir vinstri grænir hafi tekið ákvörðun um að mótmælin fari fram utan Ráðhússins, en ekki á áhorfendapöllunum í Ráðhúsinu.
Þrátt fyrir að menn séu reiðir - þá er það ekki sæmandi að vera með ósmekkleg frammíköll af áhorfendapöllum - hvorki í borgarstjórn né á Alþingi. Því er það skynsamlegra af unga fólkinu að halda mótmælin utandyra.
Reyndar eru ungliðarnir óheppnir að borgarstjórnarfundurinn er ekki haldinn í blíðunni í dag - heldur að líkindum í rigningunni á morgun - en veit að það mun ekki aftra þeim að mótmæla!
Reyndar breyta mótmælin ekki þeim lýðræðislega rétti sem kjörnir fulltrúar sem mynda nýjan meirihluta hafa til þess að mynda slíkan meirihluta. Það var enginn annar möguleiki í stöðunni fyrst Sjálfstæðismenn treystu sér ekki lengur að vinna með Ólafi Friðriki - sem lítur lýðræði, samvinnu og samstarf afar sérstökum augum!
En ég skil að ungliðum Samfylkingar og Vinstri grænna sárnar að sá möguleiki að endurreisa Tjarnarkvartettinn var ekki raunverulega til staðar á meðan Ólafur Friðrik var til staðar sem borgarfulltrúi.
Það var fleirum sem sárnaði það - því Tjarnarkvartettinn með traustum meirihluta borgarfulltrúa innanborðs hefði getað orðið góður kostur. Hann var bara ekki inn í myndinni - og því skylda Óskars Bergssonar að freista þess að ná ásættanlegum málefnasamningi við Sjálfstæðismenn og koma á traustri og starfhæfri stjórn í borginni.
![]() |
Sleppa pöllunum en mótmæla fyrir utan ráðhúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stefnir Geir Haarde á evru og Evrópusambandið?
20.8.2008 | 08:05
Geir Haarde forsætisráðherra virðist vera að vakna af dvalanum og er nú loks farinn að ræða um stjórnmál og efnahagsmál. Það gerir Geir í merku viðtali við Markað Fréttablaðsins þar sem Geir leggur áherslur á að Íslendingar nái slíkum tökum á efnahagslífinu að þeir uppfylli skilrði þess að geta gengið í myntbandalag Evrópu. Með öðrum orðum að taka upp evru.
Eðlilega snýr Geir ekki alveg við kúrsi Sjálfstæðisflokksins og segir að það skuli ganga til liðs við Evrópubandalagið - en á á eftir A kemur yfirleitt B.
Þetta er mikilvægt skref hjá Geir - enda veit hann sossum eins og við hin að mögulega er innganga Íslands í Evrópusambandið og upptaka evru langfarsælasta leið Íslands inn í framtíðina. Menn vita að innganga í Evrópusambandið er ekki afsal fullveldis Íslands eins og Jón Sigurðsson fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sýnt fram á.
Menn vita einni - líka Geir - að það fullveldisafsalið sem verður við inngöngu í Evrópusambandið varð við samþykkt EES samningsins. Það vissi Steingrímur Hermannsson á sínum tíma sem sat hjá við afgreiðslu EES samninginn þrátt fyrir að hafa verið einn hvatamaðurinn að gerð hans á sínum tíma. Hins vegar mun innganga í Evrópusambandið auka við fullveldi okkar að nýju.
Nú er ekki lengur eftir neinu að bíða fyrir Guðna Ágústsson formann Framsóknarflokksins. Hann á að framfylgja stefnu Framsóknarflokksins og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Íslendingar eigi að ganga til viðræðna við Evrópusambandið um mögulega inngöngu í sambandið. Þegar niðurstaða þeirra viðræðna liggur sjáum við fyrst hvort kostir við inngöngu eru meiri en gallarnir. Við verðum að fá það upp á borðið fyrr en síðar. Og þjóðin á að taka þá lokaákvörðun.
En enn og aftur. Það er gott að Geir er farinn að taka skrefi í þessa áttina.
![]() |
Forsætisráðherra: Rétt að uppfylla Maastricht-skilyrðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |