Ólafur Friðrik hótar klofningi hjá Frjálslyndum á fyrsta degi!!!
19.8.2008 | 21:29
"Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, fullyrðir að hann verði í framboði í næstu borgarstjórnarkosningum. Annað hvort verði hann á framboðslista Frjálslynda flokksins eða hann myndi sérframboð. Þetta kom fram í viðtali Þorfinns Ómarssonar við Ólaf í Íslandi í dag fyrr í kvöld."
Svo segir á fréttavef visir.is.
Mér sýnist Ólafur Friðrik vera farinn að hóta klofningi í Frjálslyndaflokknum á fyrsta degi!
Þetta er maðurinn sem Vinstri grænir og Samfylking vildu láta Óskar Bergsson bukta sig fyrir og biðja um nýtt líf fyrir svokallaðan Tjarnarkvartett - og lofa því að fara aldrei, endurtek aldrei, að ræða við Sjálfstæðismenn um samstarf í Reykjavíkurborg. Þá kannske, endurtek kannske, myndi Ólafur Friðrik veita svokölluðum Tjarnarkvartett liðsinni sitt!
Er það furða að Óskar hafi sagt nei takk við "kannske" loforðum Ólafs Friðriks!
Ekki sama Jón og frú Ingibjörg Sólrún!
19.8.2008 | 01:54
Það er ekki sama Jón og frú Ingibjörg. Eða kannske frekar ekki sama Gísli Marteinn og frú Ingibjörg Sólrún.
Ég hef heyrt nokkra Samfylkingarmenn nánast missa sig út af þeirri ósvinnu að frændi minn Gísli Marteinn skyldi skyldi taka sig upp og halda til Edinborgar í meistaranám í borgarfræðum - og ætla að mæta samt á borgarstjórnarfundi.
Þá hafa einhverjir fjölmiðlar verið að fjargviðrast yfir þessu annars ágæta framtaki stráksins!
Mér fannst þetta reyndar gott hjá kallinum!
Ég veit það sjálfur hvað það er gott að rífa sig upp - og halda áfram að læra. Líka í útlöndum.
Mér fannst reyndar heldur ekki tiltökumál þótt Gísli Marteinn héldi áfram að sækja borgarstjórnarfundi eftir mætti - enda flugsamgöngur milli Skotlands og Íslands tíðari en flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Hornafjarðar.
Gísli gæti jafnvel deilt vel völdum gullkornum úr lærdóminum í borgarfræðunum til félaga sinna í borgarstjórn! Það ætti ekki að skaða neinn!
Minnti reyndar að Gísli Marteinn væri ekki sá fyrsti sem hefði þetta fyrirkomulag - en var ekki viss.
Gísli Marteinn staðfesta þennan grun minn í pistli sínum á Eyjunni í kvöld:
"Fjölmörg dæmi eru um að menn hafi verið borgarfulltrúar en sinnt öðrum verkefnum samhliða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fór til dæmis í nám til Lundúna í London School of Economics þar sem hún var gestastúdent í Evrópufræðum, á meðan hún sat sem borgarfulltrúi. Þetta var frá áramótum og fram á sumar 2004."
Vænti þess að Samfylkingarfólkið sem var að missa sig yfir Gísla Marteini hafi einnig hneykslast yfir þessari ósvinnu frú Ingibjargar! Og að fjölmiðlar landsins spyrji utanríkisráðherrann út í það hvort henni finnist það við hæfi að Gísli Marteinn skuli skunda til útlanda í nám - án þess að segja sig frá borgarstjórn!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)