Myndugleiki Hönnu Birnu lofar góðu!
14.8.2008 | 22:57
Myndugleiki Hönnu Birnu lofar góðu. Bæði í viðtölum við fjölmiðlamenn fyrir fund þeirra Hönnu Birnu og Óskars fyrir stjórnarmyndunarviðræður kvöldsins og ekki síður eftir að samkomulag náðist um nýjan meirihluta.
Óskar var einnig öruggur og náði greinilega fram áherslum sínum í efnhags og atvinnumálum - og óhræddur að takast á við erfið verkefni eins og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar vegna næsta árs.
Óskar mun koma borgarbúum á óvart á jákvæðan hátt á næstu vikum! Verst hvað hann er kvefaður! En það fer væntanlega bráðlega úr honum.
Það besta er hins vegar hve góð "kemistra" er á milli þeirra Hönnu Birnu og Óskars. Þeim finnst greinilega gaman að vinna saman og ætla að leiða hvor sinn flokk af ábyrgð og festu.
Þá er ekki verra að þau þekkja hvort annað afar vel. Áttu gott samstarf í skipulagsráði á sínum tíma - hafa lent í andstöðu við hvort annað - og eru aftur farin að vinna saman - þekkjandi hvort annað enn betur eftir bæði tímabil samvinnu - og tímabil þar sem tekist var á!
Ég verð að segja að Hanna Birna er fyrsti leiðtogi Sjálfstæðismanna í borginni frá því Davíð var og hét - sem er með nauðsynlegan myndugleik borgarstjóra! Vonandi stendur hún undir því!
Og Óskar ... Óskar klikkar ekki!
![]() |
Hanna Birna borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vildi Tjarnarkvartettinn Bitruvirkun og atvinnuuppbyggingu?
14.8.2008 | 15:30
Vildi Tjarnarkvartettinn Bitruvirkjun og atvinnuuppbyggingu? Mínar heimildir segja að svo hafi alls ekki verið. Menn verða að muna að alvarlegir brestir komu í samstöðu minnihlutans við fagnarðarlæti vinstri grænna og Samfylkingar yfir Bitruvirkjun. Óskar hefur lagt megináherslu á Bitruvirkjun og atvinnuuppbyggingu!
Átti Óskar Bergsson og Framsóknarflokkurinn að treysta orðum Ólafs Friðriks?
Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi Vinstri - grænna hefur látið hafa eftir sér að Óskar Bergsson hafi haft úrslitaáhrif í málinu og valið að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.
Sóley - varstu til í Bitruvirkjun?
Ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ná saman - þá hlýtur það að verða um atvinnumál í borginni - og þar með talin bygging Bitruvirkjunar!
![]() |
Ólafur vildi Tjarnarkvartett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í draumi hvers manns er fall hans falið!
14.8.2008 | 08:25
Í draumi hvers manns er fall hans falið, sagði skáldið á sínum tíma.
Draumur að líkindum fráfarandi borgarstjóra hefur verið að breytast í martröð. Ástæðan einfaldlega sú að hann umgekkst vald sitt og draum með hroka - en ekki af þeirri auðmýkt sem þeim sem við felum valdið bera að sýna.
Stjórnmálamenn almennt ættu að hafa orð skáldsins í huga þegar þeir taka við stjórnartaumunum - og muna að stjórnmálamenn eiga að vera þjónar fólksins en ekki hrokafullir valdafíklar sem hugsa fyrst og fremst um eigin hag.
Ef fer sem horfir að Sjálfstæðismenn slíta samstarfinu við Ólaf Friðrik og taki upp samstarf við Framsóknarmenn og Óskar Bergsson - ef Framsóknarmenn og Óskar eru reiðubúnir í slíkt samstarf - þá verður slíkt samstarf að byggja á málefnum sem eru borgarbúum, landi og þjóð til framdráttar.
Því samstarf sem byggir einungis á draumi um valdi byggt á hroka mun einungis fela í sér fall. Ef samstarfið er grundvallað af auðmýkt fyrir verkefninu og þeir sem að því koma hugsa fyrst og fremst um að vinna að framgangi góðra mála - þá verður samstarfið farsælt og þeir sem af því koma munu uppskera í samræmi við verk sín.
Ef núverandi samstarf heldur áfram og Hanna Birna tekur strax við sem borgarstjóri - þá ætti hún einnig að hafa þetta í huga! Annars fer illa.
![]() |
Samstarfið á endastað" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)