Framsóknarflokkurinn - er það ég?
13.8.2008 | 16:52
Kunningi minn var að hringja og spyrja hvort Sjálfstæðismenn væru að tala um mig þegar þeir segja að Framsóknarflokkurinn hafi sent Sjálfstæðismönnum skilaboð um að þeir væru reiðubúnir til viðræðna um nýjan meirihluta!
Ekki veit ég um það og veit reyndar ekki til þess að Framsóknarflokkurinn hafi sent Sjálfstæðisflokknum slík skilaboð - enda ekki innsti koppur í búri á þeim bæ.
Hins vegar get ég persónulega ekki annað en gengist við bloggi mínu í gær: Hanna Birna - hringdu í Óskar!
Kannske eru menn að vísa í þetta!!!
En ég er hins vegar alveg örugglega ekki Framsóknarflokkurinn!
![]() |
Frumkvæði frá Framsókn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólafur Friðrik ræður Jón Ólafsson vatnsráðgjafa Reykjavíkur!
13.8.2008 | 12:05
"Ólafur Friðrik borgarstjóri hefur ráðið Jón Ólafsson vatnsráðgjafa Reykjavíkur. Hlutverk hans verður að fara yfir vatnsmál Reykjavíkurborgar. Jón mun hafa aðstöðu í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur."
Eitthvað á þessa leið gæti frétt um næstu ráðningu borgarstjórans ef hann heldur áfram á þeirri braut sem hann hóf með því að ráða til starfa Gunnar Smára Eglisson - Baugspenna no 1.
Ólafur Friðrik virðist vera að ögra Sjálfstæðismönnum eins og hann mögulega getur með nýráðningum í Ráðhúsið. Sjálfstæðismenn hafa líklega ekki átt erfitt með að kyngja ráðningu Jakobs Frímanns, en Gunnar Smári hefur örugglega verið stór biti - og óþægilegur. Ólafur Friðrik gæti fullkomnað niðurlæginguna með því að fá Jón Ólafsson til liðs við sig.
Er von að Sjálfstæðismenn séu að verða þreyttir á kallinum!
![]() |
Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)