Enn einu sinni lendi ég í Kaupþingi!
1.7.2008 | 18:20
Enn einu sinni lendi ég í Kaupþingi með bankaviðskiptin og tengd viðskipti! Átti í viðskiptum við Búnaðarbankann í Borgarnesi. Hann rann inn í Kaupþing með stofnun KB banka. Á í viðskiptum við Alþjóða líftryggingafélagið - sem rann inn í Kaupþing. Færði viðskiptin mín í SPRON. Færði einni aukalífeyrissparnaðinn minn þangað í haust. Nú er SPRON runnið inn í Kaupþing.
Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að gefast upp og halda bara áfram viðskiptum við Kaupþing/SPRON - eða hvort ég skuli stuðla að frekari samruna á bankamarkaði með því að taka upp viðskipti við annan banka! Því að sjálfsögðu mun sá banki - eða sparisjóður - renna inn í Kaupþing með tímanum!
![]() |
Kaupþing og SPRON sameinast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vistvænn vilji er allt sem þarf!
1.7.2008 | 07:49
"Þetta er bara ekki framkvæmanlegt" er allt of ríkjandi viðhorf hjá embættismönnum. Yfirleitt hafa þeir rangt fyrir sér. Nenna bara ekki að breyta til! En oftast er vilji allt sem þarf. Í tilfelli þess að fjölga vistvænum bílum hjá hinu opinbera - þá er alveg ljóst að vistvænn vilji er allt sem þarf! Hvað sem embættismenn hjá Ríkiskaupum segja.
Ríkisstjórnin setti fram markmið um fjölgun vistvænna bíla, en samkvæmt þeim áttu 10% ríkisbifreiða að ganga fyrir vistvænum orkugjöfum í árslok 2008. Þeir eru orðnir þrír!
Fyrst einkafyrirtæki geta rekið vistvæna bíla - þá getur ríkið gert það.
Já, vistvænn vilji er allt sem þarf!
![]() |
Ekki framkvæmanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)