Tvíbeitt vegtylla gæti gengið frá Hönnu Birnu!

Hanna Birna er öflugur kostur sem leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík, en hin nýja vegtylla hennar er tvíbeitt og gæti gengið frá pólitískum frama hennar! Umboð hennar sem leiðtogi og borgarstjóraefni þegar Ólafur Friðrik skilar lyklunum að ráðhúsinu er ekki skýrt!  Það hefði verið sterkara fyrir Sjálfstæðismenn að kjósa um hver ætti að leiða flokkinn út kjörtímabilið.

Ég er þess fullviss að Hanna Birna hefði fengið óskoraðan stuðning í slíkri kosningu og þar með klárt umboð flokksins til að leiða borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna. Þá hefði hún komið inn sem óumdeilanlegur og sterkur leiðtogi

Hönnu Birnu býðyr það verkefni að leiða sundraðan og illa laskaðan borgarstjórnarflokk - hvað sem Sjálfstæðismenn reyna að telja okkur hinum trú um - flokk sem er nánast rúinn fylgi ef miðað er við hefðbundna stöðu Sjálfstæðismanna í borginni gegnum áratugina.  Hún tekur við lyklunum að ráðhúsinu af afar pólitískt veikum borgarstjóra - sem ekki hefur bakland sitt í lagi - og má því ekki misstíga sig án þess að meirihlutinn falli!

Ef allt fer í kaldakol hjá meirihlutanum - sem miklar líkur eru á í stöðunni -  þá mun Hanna Birna ekki eiga framtíð fyrir sér frekar en Árni Sigfússon og Markús Örn á sínum tíma. En ef hún nær að styrkja meirihlutann og lifa af fram að næstu kosningum, þá gæti hún átt glæsta framtíð í stjórnmálunum.

Svona getur verið stutt milli feigs og ófeigs í pólitík!


mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband