Bill Clinton næsti varaforseti Bandaríkjanna?
3.6.2008 | 19:30
Ætli Bill Clinton verði ekki bara næsti varaforseti Bandaríkjanna?
Hillary Rodham Clinton hefur reyndar heldur betur sýnt styrk sinn sem öflugur sjálfstæður frambjóðandi sem hefði ekki síður erindi sem forsetaframbjóðandi en Framsóknarmaðurinn Barak Obama - sem verður næsti forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins!
Helsti veikleiki Obama hefur verið talinn reynsluleysi á ákveðnum sviðum - ekki hvað síst í alþjóðamálum. Hillary Rodham hefur ákveðna reynslu á því sviði en þó ekki eins mikla og Bill!
En afhverju ekki að nýta reynsluboltann Bill Clinton - sem enginn mun geta frýjað um reynsluleysi á neinu sviði - og alls ekki í alþjóðamálum - sem varaforsetaefni Demókrata?
Málið er nefnilega það að Clinton eru ekki bara Bill og Hillary Rodham! Clinton er öflug hreyfing innan Demókrataflokksins sem sýnt hefur mikinn styrk og ekki er unnt að ganga framhjá. Þeirra stefnumál er líka ákveðin pólitík sem ekki er unnt að hunsa innan flokksins. Hillary hefur lagt áherslu á heilbrigðismálin - og mun leggja áherslu á að Obama taki tillit til þess - því Obama þarf á stuðningi Clinton að halda.
Ég hef semsagt skipt um skoðun. Ég hef hingað til viljað Barak Obama og Hillary Rodham Clinton sem forsetaframbjóðendateymi Demókrata - teymið sem vinnur Hvíta húsið heimsbyggðinni til heilla - en vil núna Barak Obama og Bill Clinton!
Þeir geta svo skipað Hillary í hæstarétt!!!
![]() |
Clinton mun játa sig sigraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Af hverju ekki að bjarga því sem bjargað verður hjá REI?
3.6.2008 | 07:33
Það hefði verið nær að bjarga því sem bjargað verður með því að starfsmenn REI hefðu haldið áfram með verkefni þau sem REI hefur komið að. Ekki láta yfirstjórn verkefnanna í hendur ráðvilltra stjórnmálamanna sem flestir virðast vel undir meðallagi í hæfni til reksturs og stjórnunar miðað við þann ótrúlega skaða sem þeir hafa náð að vinna á ótrúlega skömmum tíma!
Ég hef verið hlynntur því að lýðræðislega kjörnir fulltrúar kæmu að yfirstjórn fyrirtækja í almannaeigu og að ákveðin fyrirtæki yrðu áfram í almannaeigu.
En klúðrið kring um REI hefur orðið til þess að ég efaðist á tímabili um þá aðferð.
Ef ekki hefði verið fyrir þróun á ýmsum stöðum í einkageiranum þar sem almannahagsmunir eru ríkir, þar sem stjórnendur og eigendur sem ekki eru lýðræðislega kjörnir heldur starfa í skjóli auðs síns og ákvarðanir hafa yfirleitt verið teknar gegn almannahagsmunum en með sérhagsmunum, þá væri ég búinn að afskrifa þetta form.
Mín skoðun er nú sú að við verðum bara að vanda betur vali á lýðræðislega kjörnum fulltrúum okkar!
En í tilfelli REI - þá er klúðrið svo algjört að það nánast sést frá tunglinu! Stjórnmálamennirnir þar hefðu átt að sjá sóma sinn í að draga sig til baka og fela starfsmönnunum að halda áfram á sínum forsendum - frekar en að halda sirkusnum áfram og klúðar málum endanlega.
Kosturinn við þetta er þó sá að kjósendur virðast ætla að taka af skarið og refsa þeim sem bera ábyrgð á REI klúðrinu - ef marka má skoðanakannanir! Vandamálið er bara það að sú refsing gæti komið allt of seint!!!
![]() |
Buðust til að taka yfir verkefni REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)