Bankarnir eru að fella gengi krónunar - en bara óviljandi!

Bankarnir eru að fella gengi íslensku krónunnar með aðgerðum sínum. En bara óviljandi!

Þannig kynda þeir undir verðbólguna. En bara óviljandi!

Öðruvísi er ekki unnt að túlka orð Lárusar Welding forstjóra Glitnis í 24 stundum í morgun þegar hann segir: „Bankarnir eru ekki viljandi að fella gengi krónunnar..."

Forstjórinn bendir einnig á að það eru ekki einungis íslenskir bankar sem eru að veikja krónuna - væntanlega líka óviljandi:

„400 milljarðar af krónubréfum eru ennþá í útgáfu, þannig að það er ennþá töluvert af fjárfestum sem er að versla með krónuna. Að sama skapi er mjög mikið flutt inn og út úr landinu, þannig að það eru alls ekki bara íslensku bankarnir sem versla með íslensku krónuna.“

Forstjórinn skýrir líka afhverju það er svo auðvelt að veikja krónuna - óviljandi:

„Íslenska krónan er líka minnsti gjaldmiðill í heiminum, þannig að á gengi hennar eru miklar sveiflur sem erfitt er að útskýra dag frá degi“

Þarna hittir forstjórinn naglan á höfuðið. Krónan er of lítil í nútíma, alþjóðlegu umhverfi.


mbl.is Verðbólga mælist 12,7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband