Bankarnir eru að fella gengi krónunar - en bara óviljandi!

Bankarnir eru að fella gengi íslensku krónunnar með aðgerðum sínum. En bara óviljandi!

Þannig kynda þeir undir verðbólguna. En bara óviljandi!

Öðruvísi er ekki unnt að túlka orð Lárusar Welding forstjóra Glitnis í 24 stundum í morgun þegar hann segir: „Bankarnir eru ekki viljandi að fella gengi krónunnar..."

Forstjórinn bendir einnig á að það eru ekki einungis íslenskir bankar sem eru að veikja krónuna - væntanlega líka óviljandi:

„400 milljarðar af krónubréfum eru ennþá í útgáfu, þannig að það er ennþá töluvert af fjárfestum sem er að versla með krónuna. Að sama skapi er mjög mikið flutt inn og út úr landinu, þannig að það eru alls ekki bara íslensku bankarnir sem versla með íslensku krónuna.“

Forstjórinn skýrir líka afhverju það er svo auðvelt að veikja krónuna - óviljandi:

„Íslenska krónan er líka minnsti gjaldmiðill í heiminum, þannig að á gengi hennar eru miklar sveiflur sem erfitt er að útskýra dag frá degi“

Þarna hittir forstjórinn naglan á höfuðið. Krónan er of lítil í nútíma, alþjóðlegu umhverfi.


mbl.is Verðbólga mælist 12,7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég hef mælt með færeysku krónunni :)

Hallur Magnússon, 26.6.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Þrymur BNA myndi ekki segja orð allavega, hugsanlega ekki Bretar heldur, En það er annað mál með einræðissinnana í EB. 

Einar Þór Strand, 26.6.2008 kl. 09:50

3 identicon

Bankarnir eru líka að græða á krónubréfum. Krónubréfin voru
hugsuð til að vinda ofanaf neikvæðri gjaldeyristöðu
bankanna sem hafði myndast vegna fjármögnunar húsnæðislána
og mynda jákvæða gjaldeyris stöðu sem  bankarnir eru að
græða á núna, bankarnir græddu á styrkingu krónunnar
og núna á veikingu krónunnar það þarf engin að halda að
þetta sé tilviljun. Bankarnir markaðsettu krónubréfin
sem góða fjárfestingu fyrir útlendinga og fengu ýmsar
virðulegar stofnanir til að leggja nafn sitt við útgáfurnar
en voru í raun að leggja gildru fyrir þá (bankarnir voru í víking)
Það er ekki furða að það skuli vera erlend reiði gagnvart Íslensku
bönkunum eftir þessa meðferð.

SK (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Liberal

Og hvað vilt þú gera, Hallur?  Taka upp evruna og ganga í ESB?  Það er sennilega það vitlausasta sem hægt er að gera, þannig ef það er það sem þú vilt, þá væri mjög gott að fá rökstuðning.

Viltu þjóðnýta allt og alla eins og Vinstri grænir boða?  Gott og vel, af hverju ætti Ögmundi Jónassyni að ganga betur sem Einvaldur Íslands, en mörgum aðilum á hinum frjálsa markaði?

Kannski, bara kannski, væri lausnin að byrja að vinda ofan af Framsóknarsukkinu sem hefur lagt íslenskan landbúnað og heilbrigðiskerfi í rúst.  Framsókn hefur verið eins og krabbamein í íslensku samfélagi í áratugi og við erum núna að takast á við einkennin, því miður.  Hvernig væri að afnema tolla og aðflutningsgjöld á landbúnaðarafurðum og láta þessa fjárans bændur pluma sig í erlendri samkeppni?  Ætti að vera lítið mál ef Guðni hefur rétt fyrir sér og þeir framleiði besta mat í heimi.  

Það er ótal margt hægt að gera, en gallinn er bara sá að enginn vill gera neitt.  Það má ekki lækka skatta því Samfylkingin vill það ekki.  Það má ekki draga úr ríkisumsvifum því byggðarstefnupakkið á Alþingi vill það ekki.  Það má ekki virkja því Vinstri Grænir vilja það ekki.  Það má ekki einkavæða virkjanafyrirtækin því Vinstri Grænir vilja það ekki.  Hvernig væri að gera það sem gera þarf og hætta að láta minnihlutann á Alþingi, og kverúlantabloggara (eins og þig... og mig) skipta sér af?

Við erum með dýralækni sem fjármálaráðherra og heimspeking sem viðskiptaráðherra.  Það segir allt sem segja þarf um hversu hæfir þessir menn eru til að gegna sínum störfum.

En, Hallur... hvað vilt þú gera? 

Liberal, 26.6.2008 kl. 13:19

5 identicon

Ég vill í ESB og það sem fyrst. Það þarf ekki annað en líta til Finna og Íra til að sjá hve vel það hefur reynst þessum þjóðum. Matarverð lækkar og vextir fara úr okurvöxtum í það sem eðlilegt getur talist. Ég skil ekki þessa þvermóðsku gagnvart ESB. Að láta valdasjúka einstaklinga eins og Davíð Oddsson heilaþvo sig svo gjörsamlega að það sé ekki einu sinni hægt að ræða það hvort ESB sé eitthvað fyrir okkur. Þeir sem mest hafa spáð í þessi mál segja að við gætum vegna sérstöðu okkar fengið klæðskerasaumaða samninga ef við bara vildum og hvers vegna þá ekki að láta reyna á það. Það er þá alltaf hægt að hætta við ef okkur lýst ekki á blikuna. Hver er eiginlega hætta við að fara þá leið? Þessi íhaldssemi er að draga þjóðina til helvístis. Og Liberal, það get ég sagt þér að ég hef ekkert á móti einkaframtakinu en ég er á móti því að einhverjum vel völdum einstaklingum séu gefnar eigur Þjóðarinnar og er þess vegna algjörlega á móti því aðeinkavæða virkjanafyrirtæki. Spillingaflokkurinn og sjálftökuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn er reystur á óréttlæti og spillingu og hann myndi sjá til þess að þær eigur færu í hendurnar á völdum einstaklinga innan sinna raða. Vonandi að fólk fari að átta sig á því. Ég er ekki að fegra Framsókn sem hefur leitt einn af sínum mönnum til slæiks ríkidæmis að það hálfa væri nóg, en það gerðu þeir með aðstoð og vilja Sjálfstæðisflokksins.. 

Valsól (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 14:43

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Erlend staða bankakerfisins hafði versnað um 1400 milljarða króna Erlend staða þjóðarbúsins frá lokum 2. ársfj. 2007 til loka 1. ársfj. 2008 (á einu ári) og var hún þá neikvæð um 3500 milljarða. Í lok 2. ársfj. geri ég fastlega ráð fyrir að hún verði neikvæð um 4000 milljarða enda hefur krónan fallið áfram og erlendir markaðir einnig. Ef skuldir þínar erlendis eru miklu hærri en eignir þar hvernig geturðu þá grætt á gengisfalli krónunnar? Er kannski Harry Potter að vinna í bókhaldinu?

Baldur Fjölnisson, 26.6.2008 kl. 18:42

7 Smámynd: Liberal

Valsól, af hverju viltu fara í ESB?

Af hverju ætti matvælaverð að lækka?  Væru ekki sömu verslanir hérna á sama stað með sömu vörur í eigu sömu aðila?  Það er ekkert sem bannar útlendingum að opna búðir á Íslandi í dag, þeir mega meira að segja setja upp evru verð og fólk gæti borgað með evrum ef það svo kysi.  Samt gerist það ekki.  Mýtan um að hér myndi matvælaverð lækka er þrálát, en röng.  

Ættu tollar að lækka á matvæli við inngöngu í ESB?  Ráðum við ekki okkar eigin tollum í dag, og getum lækkað þá eða fellt niður upp á eigin spýtur ef við kærum okkur um?  Af hverju að ganga í ESB til að lækka tolla, þegar við getum lækkað tolla án þess að ganga í ESB?

Vextir á Íslandi endurspegla ástandið í hagkerfinu, ef við værum í ESB hefði þenslan og verðbólgan verið nákvæmlega hin sama, en munurinn sá að við hefðum ekki Seðlabanka til að berjast gegn ástandinu, og þá hefði komið til atvinnuleysi í tugum prósenta.  Þú vilt það kannski frekar.

Ef við göngum í ESB mun matvælaverð ekkert lækka, hins vegar mun atvinnuleysi aukast og við getum reiknað með því að að jafnaði verði um 20,000 vinnufærir einstaklingar án atvinnu á hverjum tíma.  Það eru um 7 þúsund heimili.  Þér finnst það kannski léttvægt.  

Við fáum enga "klæðskerasaumaða samninga" þó svo að Eiríkur Bergmann haldi það.  Við gætum fengið tímabundnar undanþágur í t.d. fiskveiðimálum, en heldur þú eitt andartak að ESB vilji hleypa okkur inn án þess að fá neitt á móti?  

Það er svo merkilegt með ykkur ESB trúuðu, að þið haldið að allir sem eru ykkur ósammála séu að reyna að drepa umræðuna (það má víst bara hafa eina skoðun á málinu), eða að þeir sem eru ykkur ósammála séu það í krafti einhverrar tilskipunar.

Það sem kemur samt í ljós er að þið ESBsinnar tyggið alltaf sömu tugguna, sem Eiríkur Bergmann og aðrir kverúlantar sem vilja einungis og eingöngu komast í djobb í Brussel,  um lægri vexti og lægra matarverð, án þess að það sé neitt sem styður þær fullyrðingar.  Nákvæmlega ekki neitt.

Sem betur fer förum við ekki í ESB á næstunni, Samfylkingin hefur verið þekkt fyrir að selja sálu sína hæstbjóðanda og hefur nákvæmlega ekkert bakbein, ekki frekar en mitt fólk í Sjálfstæðisflokknum.

Restin af færslunni þinni er svo mikið raus og rugl að það hálfa væri nóg, þú virðist vera á sömu blaðsíðu og Hallgrímur Helgason og hafa meinloku gagnvart Davíð Oddssyni.  Eitt máttu samt vita, að hefði Davíð ekki stjórnað hérna í þau ár sem hann gerði, þá hefðir þú, og við öll, það miklu miklu verra en við höfum í dag, sér í lagi ef slöttólfarnir úr vinstriflokkunum hefðu komist með skítugar krumlurnar í ríkiskassann. 

Liberal, 27.6.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband