Eru bankarnir að veikja krónuna fyrir árshlutauppgjör?
23.6.2008 | 23:14
Endurtek spurningu mína frá því um daginn: Eru bankarnir að veikja krónuna fyrir árshlutauppgjör?
Ég fékk ekki svör frá þeim þá. Kannske núna.
Ítreka enn og einu sinni að við eigum að taka upp færeysku krónuna!
![]() |
Gengi krónunnar í sögulegu lágmarki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er löggan að fjölfalda músíkdiska ólöglega fyrir löggubílana sína?
23.6.2008 | 19:16
Er löggan að fjölfalda músíkdiska ólöglega fyrir löggubílana sína?
Ætli löggan sé undanþegin lögum um höfundarrétt?
Eða munu löggurnar sem tóku fyrrum nemanda minn Magna Ásgeirsson í bakaríið fyrir að aka á rétt rúmlega 100 - væntanlega á fíflalega 2+1 kaflanum á leiðinni milli Hveragerðis og Reykjavíkur - já, munu þær greiða eðlilega sekt fyrir ólöglega fjölfaldaðan geisladisk?
Einhvern veginn efast ég um það - en Magni fær eflaust að punga út fyrir hraðasektinni hvað sem ólöglegum afritum löggunnar líður.
Um þetta er fjallað á músíkvefnum Monitor í dag!
Þar segir:
"Magni böstar lögguna
Eru þið ekki að grínast með spilarann? spurði tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson lögregluþjóna sem stöðvuðu hann á dögunum fyrir of hraðan akstur. Hann var á 109 kílómetrahraða á leiðinni milli Reykjavíkur og Hveragerðis.
Skrítinn svipur kom á lögregluþjónana þegar Magni benti þeim á að geisladiskurinn í spilara lögreglubílsins væri ólöglega fjölfaldaður. Hann segir frá atvikinu á bloggsíðu sinni:
Svipurinn var reyndar helvíti fyndinn á strákunum, segir hann og gantast með að lögregluþjónarnir hafi sagt að diskurinn væri ekki í þeirra eigu. Magni spurði þá hver ætti lögin á disknum, en þá var lítið um svör.
Næst reyndi Magni það sem allir hefðu sjálfsagt reynt: Ég gef ykkur séns ef þið gefið mér séns, sagði hann. Trikkið virkaði greinilega ekki þar sem hann endar færsluna á því að segjast vera 22.000 krónum fátækari."
Ef ég þekki Magna rétt þá mun hann borga sektina með bros á vör - og vista þessa sögu í hinum skemmtilega sagnabanka sem hann geymir - enda frá Borgarfirði eystra þar sem góð saga er gulli betri!
En væntanlega var Magni orðinn of seinn á leið í flug austur á Borgarfjörð í afmæli 60 ára afmælisveislu mömmu sinnar, hennar Jóu í Brekkubæ, þegar hann var tekinn. Magni sem er svo löghlýðinn og ekur aldrei yfir hámarkshraða!
Reyndar á mamma hans Magna - hún Bergrún Jóhanna Borgfjörð - ekki afmæli fyrr en 27. júní - en veislan var haldinn liðinn laugardag!
Fyrst ég er farinn að tala um Brekkubæ - þá er hægt að fá þaðan hágæða Austurlamb á góðu verði - beint úr haga í maga! Mæli með því
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Lækkun ávöxtunarkröfu staðfestir styrk Íbúðalánasjóðs
23.6.2008 | 10:25
Það að ávöxtunarkrafa í útboði íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs lækkar á sama tíma og skuldatryggingaálag ríkisins hækkar staðfestir sjálfstæðan styrk Íbúðalánasjóðs og boðar gott ef stjórnvöld hyggjast fjármagna endurfjármögnun íbúðalána bankanna gegnum Íbúðalánasjóð með útgáfu íbúðabréfa.
Þá verð ég að nota tækifærið og hrósa fjármálaráðherranum Árna á Kirkjubóli í svari hans við gagnrýni súrra seðlabankastjóra við þeirri sjálfsögðu ákvörðun að hætta að takmarka útlán Íbúðalánasjóðs við brunabótamat.
Árni segir:
Það eru hins vegar aðrir hagsmunir í þessu samhengi sem vega þyngra. Það er gríðarlega mikilvægt að það sé alltaf einhver velta með þær íbúðir fasteignamarkaðarins sem þetta hefur sérstaklega áhrif á, sem eru minni og eldri íbúðir. Viðskipti þar eru kannski upphafið að keðjuviðskiptum yfir í aðrar stærðir.
Þetta er kjarni málsins og lofar góðu að fjármálaráðuneytið er farið að átta sig. Við eigum þá kannske von á tímabili aðgerða hjá ríkisstjórninni í stað tímabils aðgerðarleysis sem leikið hefur okkur illa.
![]() |
Íbúðalánasjóður lækkar vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)