Ríkisstjórnin virðist fara að mínum tillögum með Íbúðalánasjóð!

Loks get ég verið ánægður með aðgerðir hingað til aðgerðarlausrar ríkisstjórnar. Ekki hvað síst vegna þess að ríkisstjórnin virðist fara að miklu leyti eftir tillögum sem ég setti fram hér á blogginu fyrir allmörgum vikum síðan!

Vonandi sýnir þetta að ríkisstjórninni er ekki alls varnaðar!

Fyrir áhugasama er unnt að lesa pistla mína um þessi mál, td.  Íbúðalánasjóður bjargvættur heimila og bankakerfis? og Íbúðalánasjóður til aðstoðar bönkum í sjálfskaparvíti og skuldsettum heimilum? 

Þá taldi ég nánast allar aðgerðirnar og fleiri til upp í pistli mínum í morgun Elsku Jóhanna! Reddaðu ríkisstjórninni og okkur hinum!!!


mbl.is Breytingar á Íbúðalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsku Jóhanna! Reddaðu ríkisstjórninni og okkur hinum!!!

"Mjög fljótlega mun skýrast hvort og þá til hvaða aðgerða stjórnvöld ætla að grípa til að sporna gegn verulegum samdrætti á fasteignamarkaði"  segir Jóhanna Sigurðardóttir í viðtali við fyrrum aðstoðarmann sinn í félagsmálaráðuneytinu Grétar Júníus blaðamann á Morgunblaðinu í dag.

Er ekki alveg í lagi hjá ríkisstjórninni? (Nei, reyndar ekki. Ég vissi það nú!)

Fasteignamarkaðurinn er að nálgast alkul - efnahagslífið á leið í brotlendingu og ríkisstjórnin er að pæla í því hvort hún eigi að grípa til aðgerða.  Fjöldagjaldþrot eru framundan í byggingariðnaði ef fer fram sem horfir. Það mun gera efnahagskrísuna sem ríkisstjórnin ræður reyndar ekkert við - enn dýpri en ella!

Elsku Jóhanna! Ekki láta doða og aðgerðarleysi Geirs, Árna á Kirkjuhvoli og Ingibjargar fara með þig!

Taktu nú af skarið og gríptu til aðgerða.

Þær aðgerðir ættu að vera:

  1. Afnema viðmið lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat
  2. Hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs
  3. Auka lánsheimildir til leiguíbúða
  4. Hækka lánshlutfall leiguíbúðalána í 90%.
  5. Afnema stimpilgjöld alfarið
  6. Gefa Íbúðalánasjóði heimild til að kaupa íbúðalán bankanna með eðlilegum afföllum. Fjármögnunin fari fram með sölu ríkisstryggðra íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs. Slíkt veitir bönkunum einhverja hundruð milljarða í hagkvæmu lánsfé í lánsfjárkreppunni. 

Með því ertu orðinn bjargvættur íslensku þjóðarinna

Kær kveðja

Þinn Hallur!


mbl.is Hugsanlegar aðgerðir að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband