ASÍ tekur í skottið á ráðvilltri ríkisstjórn!
11.6.2008 | 17:29
Alþýðusambandið tekur í skottið á ráðvilltri ríkisstjórn með ályktun sinni þar sem miðstjórn ASÍ lýsir þungum áhyggjum yfir stöðu efnahagsmála og leggur áherslu á að stjórnvöld grípi þegar til aðgerða til að sporna gegn vaxandi atvinnuleysi og fjöldagjaldþrotum.
Enn á ný er það verkalýðshreyfingin sem tekur af skarið og reynir að hafa vit fyrir ríkisstjórninni sem hangir undir gafli og gerir ekki neitt.
"Við þessar aðstæður er hætt við að unga fólkið sem nýlega hefur ráðist í sín fyrstu húsnæðiskaup lendi í greiðsluvandræðum og komist í þrot ef ekkert verður að gert. Þegar við bætist að núverandi vaxtastig og aðgengi fyrirtækja að lánum veldur því að hjól atvinnulífsins eru að stöðvast má búast við að fjöldi heimila lendi í vandræðum því atvinnuleysi mun að óbreyttu vaxa hratt þegar líður á árið. Gagnvart þessari stöðu virðast stjórnvöld standa úrræðalaus." segir í ályktun ASÍ.
Alþýðusamband Íslands er því greinilega ekki sammála Árna á Kirkjuhvoli sem sagði í viðtali við Moggan í gær: Ég held ekki að við þurfum að hafa of miklar áhyggjur." sjá nánar:
Áhyggjuleysi Árni á Kirkjuhvoli gáfumerki eða grandaleysi?
![]() |
Stjórnvöld grípi til aðgerða gegn fjöldagjaldþrotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íbúðalánasjóður getur tæplega neitað lánveitingum á nýbyggingar!
11.6.2008 | 08:28
Ég efast um að Íbúðalánasjóður geti neitað um lánveitingar á nýtt íbúðarhúsnæði. Þeir aðiljar sem uppfylla skilyrði laga og reglugerða eiga rétt á lánum. Lánveitingar Íbúðalánasjóðs hafa aldrei verið háð persónulegu mati eins eða neins, heldur byggst á tryggu, sanngjörnu regluverki.
Ef Íbúðalánasjóður ætlar að neita einstaklingum sem uppfylla skilyrði um greiðslumat og byggingaraðiljum sem leggja fram bankatryggingar í samræmi við vinnureglur Íbúðalánasjóðs sem samþykktar eru af stjórn sjóðsins þá þarf félagsmálaráðherra að minnsta kosti að breyta núverandi reglugerðum - og jafnvel þarf lagabreytingu til að mínu mati.
Fréttinn "Engin lán á ný hús" kemur reyndar hvergi fram hjá framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hyggist neita hvorki einstaklingum né byggingaraðiljum um lán ef þeir uppfylla skilyrði. Hins vegar gefur hann í skyn að ekki verði veitt lánsloforð vegna leiguíbúða á þeim svæðum þar sem offramboð er á leiguíbúðúm. Það er allt annað mál - enda fjárheimildir sjóðsins í fjárlögum til veitinga leiguíbúðalána takmarkaðar við samtals að mig minnir 10 milljarða á árinu 2008.
Fyrirsögnin er því væntanlega misskilningur.
En fyrst við erum að tala um Íbúðalánasjóð - þá er vert að minna félagsmálaráðherrann á að í því kuli sem nú er á fasteignamarkaði - er honum rétt og skylt að afnema viðmið lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat - og hækka hámarkslán!
![]() |
Engin lán á ný hús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)