Yfirgangur, hroki og tvískinnungur!
30.5.2008 | 16:45
Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna var samkvæm stefnu bandarískra stjórnvalda undanfarinna ára sem byggt hefur á yfirgangi, hroka og tvískinnungi með viðbrögðum sínum við löngu tímabæra þingsályktunartilögu Alþingis þar sem ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantánamo-flóa á Kúbu er fordæmd og Bandaríkjamenn hvattir til að loka búðunum.
Þessi yfirgangs, hroka og tvískinnungsstefna Bandaríkjastjórnar hefur verið ógnun við lýðræði og mannréttindi víða um heim, á sama tíma og Bandaríkjamenn hreykja sér af lýðræði og mannréttindum. Ríkisstjórn þjóðar sem með réttu ÆTTI að vera raunverulegur málsvari lýðræðis og mannréttinda!
Það er vonandi fyrir heimsbyggðinna Bandaríkjamenn hristi af sér slyðruorðið og kjósi forseta og ríkisstjórn út í hafsauga. Má ég þá frekar sjá blökkumanninn Barak Obama eða konuna Hillary Rodham Clinton en blökkumanninn og konuna Condoleezza Rice við stjórnvölinn. Það er ógnvekjandi að hugsa til þess að ef John McCain nær kjöri sem forseti þá gæti Condoleezza Rice orðið varaforseti eða að minnsta kosti utanríkisráðherra!
![]() |
Rice tók ásakanir um mannréttindabrot óstinnt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Enn vandræðagangur hjá Vegagerð og samgönguráðuneyti!
30.5.2008 | 12:37
Enn er vandræðagangur hjá Vegagerð og samgönguráðuneyti! Þetta er með ólíkindum! Hvort ætli hafi verið óraunhæft - tilboð sem fyrir lá - eða kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar?
Hvar ætli Sundabrautin sé í ferlinu? Föst hjá Vegagerð sem þrjóskast við að fara bestu leiðina og að vilja borgarstjórnar Rerykjavíkur - það er gangnaleiðina? Eða á borði hins málglaða samgönguráðherra - sem þó þegir þunnu hljóði yfir Sundabraut - en gjammar um Vaðlaheiðagöng?
Spyr sá sem ekki veit!
En ég verð að hrósa Vegagerðinni fyrir Óseyrarbrúnna og fumlaus vinnubrögð hennar í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi. Þeim er ekki alls varnaðar - enda flottir verkfræðingar - þótt þeir setti í endalausar dellur - eins og 2+1 delluna og andstöðu við Sundagöng!
![]() |
Smíði Vestmannaeyjaferju boðin út á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |