Þingflokksformaður Frjálslyndaflokksins á leið í Sjálfstæðisflokkinn?
24.5.2008 | 18:36
Þingflokksformaður Frjálslyndaflokksins Kristinn H. Gunnarsson gæti verið á leið í Sjálfstæðisflokkinn og fetað þannig í fótspor fyrrum flokkssystur sinnar Karenar Jónsdóttur. Það er allavega ljóst að Kristni H. er ekki lengur vært í Frjálslyndaflokknum eftir harða gagnrýni hans á gælur varaformanns Frjálslyndaflokksins - Magnúsar Þórs Hafsteinssonar - við þann hóp Íslendinga sem er þjakaður af andúð gegn útlendingum.
Ekki hvað síst þegar formaður Frjálslyndaflokksins og miðstjórn flokksins tekur undir gælur Magnúsar Þórs!
Nú vil ég taka skýrt fram að ég tel ekki að það sómafólk sem skipar stóran hluta Frjálslyndaflokksins hafi andúð á útlendingum! Alls ekki formaðurinn - alls ekki vinur minnn Sigurjón Þórðarson - og reyndar alls ekki Magnús Þór varaformaður sem kveikti neista þess hóps Íslendinga sem sjá ofsjónum yfir fólki af öðru þjóðerni og öðrum kynþáttum með afstöðu sinni til fyrirhugaðrar móttöku palestínskra ekkna og barna þeirra á Akranesi.
En aftur að þingflokksformanninum!
Ástæða þess að ég tel líkur á því að Kristinn H. sé á leið í Sjálfstæðisflokkinn eru í fyrsta lagi að honum er ekki vært í Frjálslyndaflokknum, í öðru lagi vegna þess að ég efast um að fyrrum félagar hans í Framsóknarflokknum taki aftur við honum, í þriðja lagi vegna þess að ég tel að fyrrum félagar hans í Alþýðubandalaginu sem nú eru ýmist í VG eða Samfylkingunni séu heldur ekki reiðubúnir til að taka við honum - eða hann að vinna með þeim á ný!
Því stendur Sjálfstæðisflokkurinn einn eftir - en þar eru einu flokksmennirnir sem Kristinn hefur ekki unnið með í stjórnmálaflokki.
... en kannske gengur Kristinn bara í Samfylkinguna!!!
... allavega þá á Kristinn H. þessi öflugi þingmaður sem ekki lætur buga sig fullt erindi á þing!
![]() |
Miðstjórn Frjálslynda flokksins styður Magnús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)