Barnaverndaryfirvöld eru alltaf milli steins og sleggju!

Það er ekki einfalt fyrir barnaverndaryfirvöld að ganga hinn gullna meðalveg þegar tekist er við erfið barnaverndarmál þar sem hagsmunir barnsins skulu hafðir að leiðarljósi.  Barnaverndaryfirvöld eru mjög berskjölduð fyrir gagnrýni þar sem þau geta ekki varist ásökunum á opinberum vettvangi með rökstuðningi fyrir einstökum ákvörðunum sínum. Þau eru bundinn trúnaði.

Ákvarðanir barnaverndayfirvalda eru ekki geðþóttaákvarðanir. Þær eru teknar í kjölfar ítarlegra kannanna á högum barna og krafa gerð um vandaðan rökstuðning sem þó eru eðli málsins vegna ekki birtir á opinberum vettvangi.

Ég hef í umræðunni nú um afskipti og meint afskiptaleysi barnaverndaryfirvalda enn einu sinni heyrt harkalega gagnrýni á barnaverndaryfirvöld - gagnrýni sem að mínu mati byggir oft á þekkingarleysi og hleypidómum.

Málið er nefnilega að barnaverndarnefndir eru ætíð milli steins og sleggju í barnaverndarmálum.

Starf barnaverndaryfirvalda hefur alla tíð verið erfitt og það verður enn erfiðara í því harða umhverfi fíkniefnaneyslu þar sem fíklar sem jafnframt eru foreldrar - fjölgar sífellt!

En við verðum - hvort sem okkur líkar betur eða verr - að treysta á dómgreind barnaverndaryfirvalda - jafnvel þótt okkur finnist aðgerðir eða aðgerðarleysi þeirra stundum ekki réttmæt.

PS.

Mál það sem varð upphafi að umfjöllun fjölmiðla um barnaverndaryfirvöld og fíkla er nú komið í réttan farveg. Málið er nú til skoðunar hjá Barnaverndarstofu - sjá tengil á frétt hér!


mbl.is Um 20 fíklar látist frá börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband