Starfsfólk Félags íslenskra stórkaupmanna flyst yfir til Samtaka verslunar og þjónustu!

Það eru athyglisverð vistaskipti í gangi hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna og Samtökum verslunar og þjónustu! Þrír af fimm starfsmönnum á skrifstofu Félags íslenskra stórkaupmanna eru nú að hefja störf hjá Samtökum verslunar og þjónustu.

Andrés Magnússon fráfarandi framkvæmdastjóri FÍS verður framkvæmdastjóri SVÞ.  Sigurður Örn Guðlaugsson sem starfað hefur sem sem lögfræðingu hjá FÍS hefur verið ráðinn í nýtt starf lögfræðings hjá SVÞ. Þá tekur Guðbjörg Sesselja Jónsdóttir sem starfað hefur sem skrifstofustjóri hjá FÍS við starfi skrifstofustjóra SVÞ.

Tveir af forustumönnum SVÞ láta af störfum við þessar breytingar, annars vegar Sigurður Jónsson sem hefur verið framkvæmdastjóri svo lengi sem elstu menn muna og Óskar Björnsson skrifstofustjóri. Auk þeirra hafa 4 starsmenn starfað á skrifstofu SVÞ.

Þá hefur Knútur Signarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna í stað Andrésar Magnússonar sem er orðinn framkvæmdastjóri SVÞ.

Það sem vekur sérstaka athygli er að starfsemi Félags íslenskra stórkaupmanna og Samtaka verslunar og þjónustu er afar svipuð. Þá starfa þessi samtök á stórum hluta á sama vettvangi! Hefði kannske verið nær að sameina þessi samtök undir framkvæmdastjórn Andrésar og með liðsinni starfsfólks beggja samtakanna?

Spyr sá sem ekki veit!


mbl.is Breytingar hjá SVÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarviljinn um framtíð Íbúðalánasjóðs!

þjóðarvilji 1


Skref í átt til Evruvæðingar?

Norræn samvinna borgar sig. Frændur okkar á Norðurlöndunum hafa komið til móts við okkur með gjaldmiðlaskiptasamningi Seðlabanka Íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Væntanlega er þó ekki einungis um vinargreiða að ræða, mikil skuldsett umsvif Íslendinga á Norðurlöndunum kunna að hafa spilað inn í.

En þetta skref Seðlabankans er jákvætt, enda tími til kominn að grípa til aðgerða.

En það vekur athygli að gjaldmiðillinn í skiptasamningunum eru Evrur - ekki norskar krónur - ekki danskar krónur - heldur Evrur!

Ætli þetta sé skref í átt til Evruvæðingar - en eins og aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur réttilega bent á - þá er íslenska krónan akkilesarhæll íslensk efnahagslífs og uuptaka evrunnar tæki til aukins stöðugleika!

Það vita allir hvað þarf til svo við getum tekið upp Evrur.

Ætli þetta sé ástæðan fyrir því að Davíð Oddsson fyrrum forsærisráðherra og fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins steinþegir í innanflokksátökum Sjálfstæðisflokksins um Evrópumálin, eins og fram kom í pistlinum: Bleikur Sjálfstæðisflokkurinn að klofna vegna Evrópusambandsins?


mbl.is Mikilvægt skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband