Bleikur Sjálfstæðisflokkurinn að klofna vegna Evrópusambandsins?

Er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna vegna Evrópusambandsins?

Varaformaður flokksins tók einarða afstöðu með því að þjóðin ætti að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu með þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili.

Formaðurinn dró verulega í land og virðist vera gugna á því  að fjallað verði af alvöru um kosti og galla aðildar að ESB innan Sjálfstæðisflokksins eins og hann hafði reyndar boðað á dögunum.

Björn Bjarnason tekur nú eindregna afstöðu gegn þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Pálsson hinn gamli formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstjóri Fréttablaðsins er hins vegar með skýra sýn á Evrópumálin. Hann vill aðildarviðræður.

Styrmir Gunnarsson fráfarandi ritstjóri Moggans er einnig með skýra sýn. Hann vill ekki aðildarviðræður. Sú einarða stefna litar síður blaðsins og hefur dregið úr trúverðugleika Moggans sem vandað fréttablað með eðlilegt fréttamat.

Ólafur Þ. Stephensen verðandi ritstjóri Moggans er með skýra sýn. Hann vill aðildarviðræður.

Davíð Oddsson hinn gamli formaður Sjálfstæðisflokksins steinþegir.

Vihjálmur Egilsson vill í Evrópusambandið.

Er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna?

PS. Sáuð þið myndina af Birni Bjarnasyni í ræðustól í Valhöll? XD merkið er orðið bleikt!!! Segið svo að Samfylkingin hafi ekki áhrif í stjórnarsamstarfinu!!!


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband