Guðni Ágústsson ætti frekar að vera Evrópumaður ársins en Björgvin G!
11.5.2008 | 12:47
Guðni Ágústsson ætti miklu frekar að vera Evrópumaður ársins en Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, en Evrópusamtökin völdu Björgvin sem Evrópumann ársins 2008!
Þá er ég ekki að gera lítið úr dugnaði Björgvins við að halda Evrópumálunum á lofti. Því fer fjarri enda maðurinn mikill talsmaður aðildar að Evrópusambandinu.
Ég er hins vegar ekki viss um að barátta Björgvins G. sem staðið hefur um langt árabil breyti miklu til eða frá. Hins vegar gæti útspil Guðna Ágústssona, þessa glæsilega leiðtoga Framsóknarflokksins, á síðasta miðstjórnarfundi miklu frekar skipt sköpum!
Guðni er búinn að varða leið sem unnt er að fara til að ná niðurstöðu í hinum mikilvægu Evrópumálum. Leið sem allir flokkar ættu að geta náð saman um!
Kannske verður Guðni Ágústsson þá bara Evrópumaður ársins 2009!
Guðni styrkir stöðu sína með nýrri sýn á Evrópumálin!
PS. Mér hefur verið bent á að þetta hafi verið Evrópumaður ársins 2007 - ekki 2008 eins og ég las á bloggi stórkratans Björvins Guðmundssonar. Þá á Björgvin G. þetta skilið - en ljóst að Guðni verður óumdeilanlega Evrópumaður ársins 2008!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)