Himneskt í Hlíðarfjalli!
4.4.2008 | 22:29
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ósanngjörn gagnrýni á umhverfisráðherra vegna álbræðslu í Helguvík!
4.4.2008 | 12:54
Umhverfisráðherra átti engra kosta völ annað en að staðfesta umhverfismat fyrir álver í Helguvík! Það vita allir hver hennar persónulega skoðun er - hún hefði viljað koma í veg fyrir byggingu álvers - en lagalega getur hún það ekki. Því er gagnrýni á hana vegna þessa ósanngjörn!
Nú stefnir allt í álver á Bakka. Umhverfisráðherra og ríkistjórnin verða því að taka afstöðu til þess hvert losunarkvóti okkar á að fara. Helguvík eða Bakka - því núverandi kvóti er ekki nægur. Þá hefur ráðherrann sagt að Ísland eigi ekki sækjast eftir auknum losunarkvóta!
Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að álver á Bakka eigi að vera í forgangi - frekar en álbræðsla í Helguvík. Bæði vegna byggðarlegra sjónarmiða - en ekki síður vegna þess að álverið á Bakka er að vinna hráefni - á meðan álbræðslan í Helguvík er einungis bræðsla - ekki úrvinnsla áls.
Sjá einnig á eldri bloggum mínum:
Losunarkvótan til álvers á Bakka eða í álbræðslu í Helguvík?
og
Sópa Suðurnesjamenn nauðsynlegu álveri á Bakka út af borðinu?
![]() |
VG harmar ákvörðun umhverfisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |