Rætt um ekkiaðild Íslands að ESB?
28.4.2008 | 20:35
"Ráðherrarnir ræddu málefni Evrópusambandsins en tóku skýrt fram að ekki var rædd aðild Íslands."
Þetta er hætt að vera fyndið.
![]() |
Ráðherrar á rökstólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðurinn felst í konum og samfélagslegri ábyrgð!
28.4.2008 | 12:33
"Fjölmargar erlendar rannsóknir sýna fram á að fyrirtæki sem njóta aðkomu kvenna í lykilhlutverkum skila betri arðsemi þegar til lengri tíma er litið... Við höfnum því viðhorfi að velja þurfi á milli fjárhagslegrar arðsemi og samfélagslegs ávinnings. Við teljum einfaldlega að það felist fjárhagslegur ávinningur í því að taka samfélagslega ábyrgð."
Þennan sannleik er að finna í skilgreindri hugmyndafræði Auðar Capital sem nú hefur fengi leyfi Fjármálaeftirlitsins sem verðbréfafyrirtæki. Ég fagna þessum áfanga hjá þeim stöllum sem hafa á undanförnum mánuðum byggt upp öflugt fjármálafyrirtæki á eigin forsendum - forsendum sem því miður hafa ekki átt upp á pallborðið í karllægum fjármálamarkaði.
Hópurinn sem stendur að Auði Capital er ekkert slor. Öflugar, vel menntaðar konur sem vita hvað þær vilja eins og fram kemur í þeirri hugmyndafræði Auðar Capital sem kynnt hefur verið:
"Auður telur skynsamlegt að nýta viðskiptatækifæri sem felast í samfélagsbreytingum. Þegar horft er til framtíðar eru tvær áberand breytingar sem munu skipta miklu hvað varðar framtíðarhagvöxt og verðmætasköpun.Í fyrsta lagi felast mikil tækifæri í vaxandi mann- og fjárauði kvenna, auknum kaupmætti þeirra og frumkvæði til athafna. Í öðru lagi eru ómæld vaxtartækifæri tengd fyrirtækjum sem ná að gera samfélagslega og siðferðislega ábyrgð að viðskiptalegum ávinningi. Þessi tækifæri eru hreinlega of góð til að láta fram hjá sér fara."
Ég hef mikla trú á Auði Capital! Gangi ykkur allt í haginn!
![]() |
Auður Capital fær starfsleyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verðbólgan er 33,1% í kjölfar ofsaþenslufjárlaga ríkisstjórnarinnar!
28.4.2008 | 09:41
Ofsaþenslufjárlög ríkisstjórnarinnar og vanmáttur Seðlabankans hafa undanfarna þrjá mánuði kallað yfir okkur 33,1% verðbólgu! Samkvæmt upplýsingum hagstofunnar hefur hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,4% undanfarna þrjá mánuði sem jafngildir 28% verðbólgu á ári, en 33,1% fyrir vísitöluna án húsnæðis!
Reyndar ber að halda til haga að fleiri þættir en ofsaþenslufjárlög ríkisstjórnarinna - þar sem útgjöld voru hækkuð um 20% á þeim tíma sem draga hefði átt úr útgjöldum - valda þessari ofsaverðbólgu. En ofsaþenslufjárlögin var sá neisti sem kveikti þetta verðbólgubál fyrir alvöru.
Athygli vekur að verðbólgan er "einungis" 28% ef húsnæðisliðurinn er tekinn með í verðbólgumælinguna, en undanfarin ár hefur húsnæðisliðurinn verið ráðandi þáttur í verðbólgunni - algerlega að óþörfu - því mæling húsnæðisliðarins á Íslandi allt önnur en almennt gerist.
Mig grunar reyndar að ríkisstjórnin hyggist þvinga fram verðhrun á fasteignamaði - einmitt til þess að húsnæðisliður vísitöluna lækki á þennan hátt raunverulegar verðbólgutölur - því það er deginum ljósara að ríkisstjórn og Seðbanki eru ráðþrota fyrir vandanum - sem að miklu leiti er heimatilbúinn - bæði hjá ríkisstjórn þenslufjárlaga og Seðlabanka vanmáttar.
Meira um það síðar!
![]() |
Mesta verðbólga í tæp 18 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)