Ólafur Þ. Stephensen langbesti kosturinn í stöðunni!
23.4.2008 | 17:23
Ólafur Þ. Stephensen var langbesti kosturinn sem ritstjóri í stað Styrmis Gunnarssonar. Ólafi bíður það verkefni að reisa Morgunblaðið aftur við sem öflugast dagblað landsins, en blaðið hefur mátt muna sinn fífil fegri á undanförum misserum.
Ólafur hefur sýnt það með starfi sínu á 24 stundum að hann er til alls líklegur.
Skemmtileg tilviljun að ég var einmitt að blogga um Ólaf og Morgunblaðið í bloggi mínu í gærkvöldi og sagðii meðal annars:
Ólafur Þ. Stephensen hefur gert kraftaverk með 24 stundir! Ólafur tók við deyjandi blaði - Blaðinu - breytti því í 24 stundir - og breytt því í áhugavert, fjölbreytt og skemmtilegt dagblað - sem fjölskyldan togast á um á morgnanna.
Ef Ólafur tekur ekki við Mogganum þegar Styrmir hættir - þá held ég að Mogginn geti bara pakkað saman og komið út sem helgarblað 24 stunda í framtíðinni!
Spútnikblöðin 24 stundir og Viðskiptablaðið!
![]() |
Ólafur nýr ritstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)