Sögnin að "haardera"!
15.4.2008 | 18:36
Hinn snaggaralegi fjölmiðlamaður Jóhann Hauksson hefur sett fram nýtt sagnorð "að haardera" sem nýtt hugtak yfir að gera ekki neitt! Í pistli sínum segir Jóhann meðal annars:
Köld og yfirveguð ákvörðun á málefnalegum forsendum til að styrkja stöðu bankanna, auka gjaldeyrisforðann og koma íslensku efnahagslífi í örugga höfn undan kröftum alþjóðlegra fjármálamarkaða og heimatilbúinnar óstjórnar er fyrir bí. Ríkisstjórnin hefur kosið að haardera málið (nýtt hugtak yfir það að gera ekki neitt). Þannig mun það að líkindum rætast sem ég setti fram í DV- kjallaragrein fyrir nokkrum vikum: Stjórnvöld neyðast til að fara bónbjargarleiðina til Brussel og biðja Evrópusambandið ásjár. Og evrópska seðlabankann...
Ég er ekki fjarri því að Jóhann hitti naglan á höfuðið hvað varðar bónbjargarleiðina. Meira um þetta í pistli hans Sögnin að haardera
Verð að segja að ég sakna Jóhanns úr Morgunhananum á Útvarpi Sögu. Þar var hann oft helv... góður!
Fjármálaráðuneytið spáir verðleiðréttingu í stað hruns Seðlabankans!
15.4.2008 | 11:13
Spá Fjármálaráðuneytisins um lækkun fasteignaverðs er að mínu mati nærri lagi en spá Seðlabankans sem telur að raunlækkun húsnæðisverðs verði 30% á þessu tímabili, en ekki 15% eins og Fjármálaráðuneytið telur.
Seðlabankinn virðist gera ráð fyrir óðaverðbólgu og að hvorki bankinn né stjórnvöld geti haft neina stjórn á efnahafslífinu. Vonandi er það ekki svo.
Einn þáttur sem ekki er tekið tillit til í spám um þróun húsnæðisverð er sú staðreynd að lánaþurrð verður ekki alger á fasteignamarkaði - almenningi mun að öllum líkindum standa til boða evrulán erlendra fjármálastofnanna á þokkalegum kjörum - og að þrátt fyrir harða andstöðu bankakerfisins og einstakra stjórnmálamanna gegn Íbúðalánasjóði - þá verður sjóðnum varla lokað í ástandi sem þessu.
Reyndar ættu stjórnvöld að beita Íbúðalánasjóði til að ná mjúkri lendingu í efnahagslífið - og skera banka og heimili úr gálga hinna óheftu fasteignatryggðu lána bankanna, sbr. bloggið mitt:
Íbúðalánasjóður bjargvættur heimila og bankakerfis?
![]() |
Spá 15% lækkun fasteignaverðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)