Seðlabankinn staðfestir mistök sín í efnahagsmálum haustið 2004!
25.3.2008 | 23:38
Seðlabankinn hefur nú staðfest mistök sín í efnahagsmálum haustið 2004 þegar hann klikkaði á því að hækka bindiskyldu íslensku bankana til að draga úr útlánagetu þeirra, en óhófleg fasteignalán bankanna á niðurgreiddum vöxtum haustið 2004 og vorið 2005 setti efnahagslífið á hvolf eins og kunnugt er!
Nú hefur Seðlabankinn gripið til þess ráðs að rýmka bindiskyldu bankanna til að styrkja lausafjárstöðu þeirra. Það er aðgerð í hina áttina - enda ástæða til þess að hlaupa undir með bönkunum við núverandi aðstæður - á sama hátt og það hefði verið rétt að draga úr lausafjárstöðu bankana haustið 2004 með hækkun bindiskyldu.
Að sjálfsögðu eru bankastjórarnir ánægðir með að Seðlabankinn liðki fyrir í bindiskyldunni - enda er það gott í stöðunni í dag!
Með þessari ákvörðun sinni í dag hefur Seðlabankinn í raun gengið gegn þeim rökum sem þeir hafa beitt fyrir því að hækka ekki bindiskylduna á sínum tíma - eða með öðrum orðum - óbeint viðurkennt afdrifarík mistök sín haustið 2004!!!
Batnandi mönnum er best að lifa!
Hins vegar boðar aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum ekki gott - en ríkisstjórnin á drjúgan þátt í erfiðri stöðu dagsins í dag - þar sem hún lagði fram og lét samþykkja verðbólgufjárlög síðastliðið haust. Þar missti hún trúverðugleika é efnahagsmálum erlendis. Ekki veit ég hvernig ríkisstjórnin ætlar að ná þeim trúverðugleika aftur - en hún gerir það ekki með vikulegum "ekki-fréttafundum".
![]() |
Stýrivaxtaákvörðun skiljanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sammála formanni Heimdallar - þjóðstjórn í Reykjavík!
25.3.2008 | 11:25
Mikilvægt skref í átt til þjóðstjórnar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur var tekið með grein Erlu Óskar Ásgeirsdóttur formanns Heimdallar í Mogganum í morgun. Slík þjóðstjórn undir forystu ópólitísks borgarstjóra sem sóttur er út fyrir hóp núverandi borgarfulltrúa er eina leiðin til að endurheimta trúverðugleika borgarsjórnar Reykjavíkur.
Í slíkri þjóðstjórn fengju allir flokkar formennsku í einni meginnefnd borgarinnar, en að öðru leiti yrði heildarfulltrúaskipting í nefndum borgarinnar í takt við fjölda borgarfulltrúa hvers flokks þar sem Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hefðu að sjálfsögðu flesta fulltrúa, en jafnframt tryggt að minni flokkarnir fái aðkomu að nefndum.
Ég verð að hrósa Erlu Ósk Ásgeirsdóttur formanni Heimdallar fyrir grein hennar og þá útrétta hönd til sátta sem greinin óneitanlega er. Vænti þess að félagar hennar - borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins - séu reiðubúnir að fylgja orðum hennar og ganga til liðs við fulltrúa núverandi minnihluta um að vinna sameiginlega að hagsmunum borgarbúa. Slík samvinna hlýtur að þýða þjóðsstjórn.
Í greininni segir Erla Ósk:
Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn í borginni beini sjónum sínum aftur að málefnum borgarinnar og vinni saman að hagsmunum borgarbúa.
Dýrmætur tími hefur farið til spillis þar sem einblínt hefur verið á það hver skipar borgarstjórastólinn og hvort viðkomandi passi í hann.
Það er lykilatriði að nú horfi borgarfulltrúar Reykvíkinga allir sem einn fram á veginn og vinni saman að eflingu Reykjavíkurborgar...
...Nú er tækifæri til þess að láta verkin tala.
Já borgarfulltrúar! Látið verkin tala, myndið þjóðstjórn í Reykjavík og ráðið utanaðkomandi ópólitískan borgarstjóra til að leiða borgina út þetta kjörtímabil!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)