Sammála formanni Heimdallar - þjóðstjórn í Reykjavík!

Mikilvægt skref í átt til þjóðstjórnar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur var tekið með grein Erlu Óskar Ásgeirsdóttur formanns Heimdallar í Mogganum í morgun. Slík þjóðstjórn undir forystu ópólitísks borgarstjóra sem sóttur er út fyrir hóp núverandi borgarfulltrúa er eina leiðin til að endurheimta trúverðugleika borgarsjórnar Reykjavíkur.

Í slíkri þjóðstjórn fengju allir flokkar formennsku í einni meginnefnd borgarinnar, en að öðru leiti yrði heildarfulltrúaskipting í nefndum borgarinnar í takt við fjölda borgarfulltrúa hvers flokks þar sem Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hefðu að sjálfsögðu flesta fulltrúa, en jafnframt tryggt að minni flokkarnir fái aðkomu að nefndum.

Ég verð að hrósa Erlu Ósk Ásgeirsdóttur formanni Heimdallar fyrir grein hennar og þá útrétta hönd til sátta sem greinin óneitanlega er. Vænti þess að félagar hennar - borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins - séu reiðubúnir að fylgja orðum hennar og ganga til liðs við fulltrúa núverandi minnihluta um að vinna sameiginlega að hagsmunum borgarbúa. Slík samvinna hlýtur að þýða þjóðsstjórn.

Í greininni segir Erla Ósk:

Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn í borginni beini sjónum sínum aftur að málefnum borgarinnar og vinni saman að hagsmunum borgarbúa.

Dýrmætur tími hefur farið til spillis þar sem einblínt hefur verið á það hver skipar borgarstjórastólinn og hvort viðkomandi passi í hann.

 Það er lykilatriði að nú horfi borgarfulltrúar Reykvíkinga allir sem einn fram á veginn og vinni saman að eflingu Reykjavíkurborgar...

...Nú er tækifæri til þess að láta verkin tala.

Já borgarfulltrúar! Látið verkin tala, myndið þjóðstjórn í Reykjavík og ráðið utanaðkomandi ópólitískan borgarstjóra til að leiða borgina út þetta kjörtímabil!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég vildi ekki setja það í pistilinn minn beint - en ég hef tillögu um öflugan, ópólitískan borgarstjóra sem er með mikla stjórnunarreynslu í opinbera geiranum.

Magnús Pétursson fyrrverandi forstjóra Ríkisspítala.

Hallur Magnússon, 25.3.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hljómar vel :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.3.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þarf ekki að velja óumdeildan mann Hallur ef af verður?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.3.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég þekki engan óumdeildan - en bakgrunnur og hæfni Magnúsar er óumdeild - ekki satt?

Hallur Magnússon, 25.3.2008 kl. 13:20

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvort er þetta "útrétt sáttahönd" eða beiðni um aðstoð,- neyðarkall?

Margir eru þeirrar skoðunar að núverandi borgarstjórnarmeirihluti hafi verið stofnaður í flaustri utan um kjánaskalega friðun þriggja húsa við Laugaveg. Þegar svo kom að því að takast á við rekstur borgarinnar og stefnumörkun til framtíðar, versnaði staðan til muna. Núna veit enginn hver næstu verkefni muni verða og í fáum orðum sagt þá muna borgarbúar ekki aðra eins tíma í stjórn þessa sveitarfélags.

En ef þetta yrði veruleikinn þá gætu D lista fulltrúarnir tekið sér hvíld í leiðtogabaráttunni og farið að kíkja á málefni borgarinnar. Það er hins vegar spurning hvort þessi tillaga á að kallast eitthvað annað en neyðarkall meirihluta sem sér ekki fram á að geta gengið óstuddur?

Árni Gunnarsson, 25.3.2008 kl. 14:11

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

ath.....í flaustri utan um kjánalega friðun...

Árni Gunnarsson, 25.3.2008 kl. 14:14

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég mundi styðja Magnús enda þekki ég hann bara af góðum verkum.

Óskar Þorkelsson, 25.3.2008 kl. 16:47

8 identicon

Er hann ekki Framsóknarmaður...? Var hann ekki rekinn fyrir incompetance frá Ríkisspítölunum?

IG (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 16:56

9 Smámynd: Hallur Magnússon

IG

Nei, hann er ekki Framsóknarmaður.

Nei, hann var ekki rekinn fyrir "incompetence" frá Ríkisspítölum - enda afar hæfur stjórnandi.

Hallur Magnússon, 25.3.2008 kl. 19:05

10 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hallur minn....  nú ég ekki sammála þér ... sjá http://gvald.blog.is/blog/gvald/entry/485587

G. Valdimar Valdemarsson, 26.3.2008 kl. 14:40

11 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Dagur B. Eggertsson verður næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Veðja?

Soffía Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband