Hallur undir íhaldið!
4.2.2008 | 12:17
Mér dauðbrá þegar ég leit inn á DV.is og sá þar fyrirsögnina: "Hallur undir íhaldið".
Ég róaðist þó fljótt þegar ég sá að fréttin fjallaði um Sigurð Líndal sem "...skilur ekkert í þeim orðum Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra að hann sé einn af óvinum Sjálfstæðisflokksins" eins og segir í fréttinni.
Fram kemur að Sigurður hefur kennt á námskeiðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og greitt í flokkssjóði. Þeir hafa að minnsta kosti ekki sent mér peningana til baka ennþá, sagði Sigurður við DV.
Þessi staða í Sjálfstæðisflokknum er reyndar dálítið sérkennileg. Sjálfstæðismaðurinn Sigurður Líndal lögspekingur tjáir sig á lögfræðilegum grunni um álitamál sem Sjálfstæðismenn koma að - og þá er Sjálfstæðismaðurinn orðinn óvinur Sjálfstæðisflokksins?
Ekki það - ég veit um annan flokk sem liggur mér nærri þar sem áberandi flokksmaður aulaðist til þess með fljótfærni í bréfaskrifum og illa ígrunduðum orðum í spjallþætti - að verða í raun helsti óvinur flokksins síns.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)