Dómsmálaráðherrann virðist vera sammála mér!

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra virðist vera sammála mér um að rétt sé að koma á fót "þjóðsstjórn" Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í Reykjavík, en í Sifri Egils sagði Björn að æskilegra hefði verið að breiðari hópur stæði að nýjum borgarstjórnarmeirihluta en nú er.  Þegar litið er yfir borgarfulltrúahópinn kemur í ljós að breiðari meirihluti fæst ekki nema með samstarfi framangreindra flokka.

Í pistli mínum Þjóðstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Reykjavík takk! sting ég upp á að Dagur B. Eggertsson yrði borgarstjóri og Hanna Birna yrði forseti borgarstjórnar. Ég er ekki viss um að dómsmálaráðherrann sé sammála mér í þessu - en ég vona að fleiri bætist í liðið með okkur Birni og hvetji borgarfulltrúa Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að mynda þessa nauðsynlegu þjóðstjórn,

Núverandi staða er vonlaus - borgarstjóri og meirihluti gersamlega rúinn trausti - og F listinn því ekki stjórntækur að óbreyttu.


Bloggfærslur 3. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband