Þjóðstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Reykjavík takk!

Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki ber skylda til þessa að mynda nú þegar starfhæfa "þjóðstjórn" þessara flokka í Reykjavíkurborg, nú þegar borgarbúar búa við aðstæður þar sem borgarstjóri er rúinn öllu trausti og meirihlutinn hangir á bláþræði. Öll önnur meirihlutamynstur eru andvana fædd - því miður.

Skoðanakönnun Gallup Capacent sýnir algera falleinkunn fyrir borgarstjórann, meirihlutasamstarfinu er hafnað og  það litla sem er eftir af "framboði" borgarstjórans mælist nánast ekki.

Sirkus undanfarinna vikna hefur veikt borgarstjórn og yfirvöld í  borginni þannig að hætta er á að innviðirnir bresti, enda veit enginn hver raunveruleg stefna meirihlutans er - því enginn tekur mark á blaðinu sem kallaður er "málefnasamningur". Það blað er minna virði en fallandi laufblað að hausti - sem óhjákvæmlega mun fjúka út í veður og vind.

Með slíkri "þjóðstjórn" - þar sem Dagur B. Eggertsson yrði að sjálfsögðu borgarstjóri - og Hanna Birna forseti borgarstjórnar - "þjóðstjórn" sem umgengist minnihlutan af virðingu og einbeitti sér að því að sjónarmið minnihlutans nái einnig eyrum almennings gegnum störf í nefndum og í borgarstjórn - er unnt að bjarga virðingu og trúverðugleika borgarstjórnar - og þar með trú manna á lýðræðinu í borginni.

Núverandi staða mun að óbreyttu ganga frá trúverðugleika kjörinna stjórnmálamanna dauðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er alveg sammála þessu, það verður aldrei friður um núverandi meirihluta.

Marta B Helgadóttir, 1.2.2008 kl. 21:50

2 identicon

Hallur,ekki myndi ég sækja í ráðgjöf til þín eða  þitt fyrirtæki ef þú ert að leggja til að brjóta landslög til að þjóna þínum skoðunum.Til sveitastjórna er kosið á 4 ára fresti ekki eftir fýlu skoðunum xD eða xS þegar þeim hentar svo.

Mbk Siggi P

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Siggi P.

Hvað átt þú með því að "brjóta landslög" ?

"Þjóðsstjórn" sem þessi fylgir nákvæmlega lögum og reglugerðum.

Ekki átta ég mig á dylgjum þínum um fagelga ráðgjöf mína almennt.

Hins vegar ef við hugsum um borgarstjórn sem fyrirtæki - þar sem stjórnendur fyrirtækisins er valdir á 4 ára fresti - þá hlýtur það að vera í þágu fyrirtækisins að hafa styrka og fumlausa stjórn - en ekki veika og óáreiðanlega - á því tímabili.

Ráðgjöf mín í þessu tilfelli er því að styrkja stjórnendateymið svo það geti haft stjórn á fyrirtækinu, stefnu þess og framtíð - og geta brugðist við utanaðkomandi aðstæðum á ótvíræðan hátt. Því er ekki að heilsa núna - enda held ég að ráðgjafar sé þörf!

Hallur Magnússon, 1.2.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Vigfús Davíðsson


Þetta er alveg hárétt hjá þér Hallur. Þetta er eina rétta í stöðunni. Meirihlutinn sem nú stjórnar er ekki stjórnhæfur. Svona að lokum Hallur.Það er gott að búa ekki í Reykjavík.

Vigfús Davíðsson, 1.2.2008 kl. 23:03

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er nú ágætt hér í borginni - þótt það hafi verið afar gott á Vopnafirði - þetta ár sem ég bjó þar!  Hefði vel getað hugsað mér að vera þar lengur - en við ákváðum að fara yfir á Borgarfjörð eystra - sem var líka frábærlega gott!

Hallur Magnússon, 1.2.2008 kl. 23:22

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Skrifaði á þessum nótum fyrir nokkru. Almennt séð þá finnst mér að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eigi að vera helstu valtakkar kjósenda um breytingar, en við þessar aðstæður verða flokkarnir að axla ábyrgð svo það haldist trú á stjórnmálamönnum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.2.2008 kl. 23:54

7 identicon

Ég get tekið undir með þér að þetta væri sennilega skynsamlegasti kosturinn í stöðunni.   Hins vegar gæti ég aldrei sætt mig við Dag sem borgarstjóra, þar sem hann skortir alla hæfileika sem slíkur.   Ég myndi altént aldrei ráða hann í vinnu sem framkvæmdastjóra í fyrirtækinu mínu.  Reyndar á það við um alla borgarfulltrúana, því miður.   Ég myndi vilja sjá hæfan rekstrarmann ráðinn sem framkvæmdastjóra borgarinnar (þ.e.a.s. borgarstjóra), sem starfaði í umboði meirihluta D og S.   Hver er fundarstjóri borgarráðs (forseti), skiptir minna máli, en líklega ætti stærri flokkurinn rétt á honum.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 02:20

8 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þú varst andskoti góður hjá Íls. En ég er nú á öndverðum meiði við þig í pólitíkinni. Svona eins og gengur. Reyndar sammála um feigðarmerkin á núverandi meirihluta í borginni. Við þurfum að koma fram breytingum á lögum um kosningar til sveitarstjórna í þá veru að við getum blásið til kosninga þegar allt er komið í sjálfheldu eins við blasir í borginni. Það myndi efla lýðræðið og veita pólitískt aðhald. Lifðu heill.

Sigurður Sveinsson, 2.2.2008 kl. 08:54

9 identicon

Sigurður - flokkarnir heita ekki xD og xS. x-ið stendur fyrir "merktu x við..." og er gjarnan notað í auglýsingum flokka fyrir kosningar. Það er algengt að heyra börn segja "pabbi minn er í xD" eða eitthvað slíkt en það er sjaldgæfara að heyra fullorðna gera þessi kjánalegu mistök.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 08:59

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er nú þegar of mikið um bleikan kratisma hér á landi, bæði í ríkisstjórn og innan Sjálfstæðisflokksins sjálfs.

Jón Valur Jensson, 2.2.2008 kl. 12:50

11 identicon

Ég skil vel handaútréttinguna til Samfylkingarinnar, enda gengur þetta víða vel sbr. Akrueyri. Dapurlegt þegar svo poppa inn ómálefnalegegir stjórnmálaofsatrúamenn sem hafa svarið að gera Davíð að leiðtoga lífs síns. Er hægt að taka svona menn alvarlega þrátt fyrir að þeir séu mikið lesnir?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 15:07

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Gísli.

Ég átta mig ekki alveg á því hvað þú ert að fara? Hverjir eru þessir ómálefnalegu stjórnmálaofsatrúarmenn?

Hallur Magnússon, 2.2.2008 kl. 15:14

13 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sammála þér Hallur. Ég segi nú eins og Vigfús, það er gott að búa EKKI í Reykjavík, en þetta er jú höfuðborg okkar allra svo við hljótum að mega hafa skoðun á þessu máli. Mér finnst Dagur ólíkt frambærilegri maður en Ólafur,og sennilega trúverðugri líka. Þessi svokallaði málefnasamningur sem þetta fólk er að hæla sér af, virðist mér vera einskis nýtt plagg, því allt sem þar stendur og á að gera kemur ekki til framkvæmda á þessu kjörtímabili,svo það var ódýrt fyrir sjálfstæðismenn að skrifa undir hann, og engin vissa fyrir því að þeir verði með meirihluta eftir næstu kosningar  miðað við núverandi árangur við stjórn borgarinnar.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 2.2.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband