George W. Bush talsmaður pyntinga!

Ég tek ofan fyrir Bandaríkjaþingi sem hefur nú samþykkt að banna vatnspyntingar sem tíðkaðst hafa hjá CIA undir verndarvæng þess sem síst skyldi - forseta Bandaríkjanna George W. Bush! Bush mun ætla að beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir bannið - þar sem hann vill gjarnan að Bandaríkjamenn beiti slíkum pyntingum gegn meintum óvinum Bandaríkjanna.

Sem betur fer eru líkur á að skipulögðum pyntingum Bandaríkjastjórnar fari að linna þar sem allar líkur eru á að næsti forseti Bandaríkjanna verði demókrati, en það voru einmitt demókratar sem komu banninu gegnum þingið í andstöðu við flesta repúblikana - sem eins og forsetinn - virðast talsmenn pyntinga.

Það er með óhug sem maður fylgist með mannréttindabrotum Bandaríkjanna - þessa ríkis sem ætti að vera í farabroddi fyrir mannréttindi og lýðræði í heiminum. Ég treysti því að næsti forseti Bandaríkjanna - hver sem hann verður - snúi við blaðinu og beiti sér fyrir því sem leiðtogi öflugasta lýðræðisríkis í heimi - að vinna að framgangi lýðræðis og mannréttinda í heiminum - í stað þess að grafa undir hvorutveggja með ofbeldisstefnu sinni.


Bloggfærslur 14. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband