Frábær árangur Víkinga!

Það var frábær árangur 1. deildarliðs Víkings gegn úrvalsdeildarliði Vals í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta í kvöld! Úrvalsdeildarlið Vals þurfti bilaða klukku og dómara sem dæmdu af 2 fullkomlega gild mörk af Víkingum í aðalleiktíma - þar sem þeir blésu of snemma í flauturnar - til að komast í úrslit bikarkeppninnar.

Skemmtilegt að sjá Víking á uppleið eftir mörg mögur ár - þetta gamalgróna lið sem var það allra besta á Íslandi í fjölmörg ár á 9. áratugnum.

Yfirleitt baráttuglatt Valslið var ekki upp á sitt besta í kvöld - verða að gera betur ef þeir ætla að klára bikarinn.

Víkingar hefðu að líkindum klárað leikinn í eðlilegum leiktíma ef ekki hefði verið fyrir það að 2 fullkomlega góð og gild mörk voru blásin af - þegar dómarar flautuðu varnarbrot rétt eftir að skot reið af. Fyrir utan vafasamt mark sem Valsmenn fengu þar sem boltinn fór ekki inn fyrir línu - en dómarararnir voru of fljótir að flauta það sem mark - en vissu væntanlega betur.

Já, og ég er ekki viss um að tímavörðurinn sofi vel í kvöld - þar sem tæknileg mistök urðu líklega til þess að Víkingar töpuðu leiknum - misstu tveggja marka forystu í byrjun fyrri framlengingar - niður í eitt mark þar sem snjöll fyrsta sókn þeirra sem gaf fullkomlega löglegt mark - og að öllu eðlilegu tveggja marka forystu - var dæmt af þar sem klukkan fór ekki í gang. Þegar sóknin fór aftur af stað eftir að markið var dæmt af og tíminn settur á núllpunkt að nýju - þá skoruðu Víkingar ekki - en þess í stað jöfnuðu ákveðnir Valsmenn.

Ennþá sárara var það fyrir gamlan Víking að sjá stöngin út - svona eins og á móti Dönum - úr síðasta skoti fyrri framlengingar!

En fyrst kom til annarrar framlengingar - þá áttu Valsmenn skilið að vinna leikinn. Þá kom munurinn milli deilda í ljós - og frábær markvarsla markvarðar Vals - sem meðal annars varði víti í síðari framlengingu - og amk. tvö skot maður á móti manni -tryggði Valsmönnum sigurinn.

En það sem stóð upp úr í kvöld - var frábær skemmtun! Takk fyrir leikinn Valsmenn og Víkingar! Svona leikir styrkja handboltan á Íslandi.

... og dómararnir - þótt ég hafi tiltekið vafasöm atvik - þar sem hlutirnir hefðu getað lent öðruvísi hefðu þeir aaaaðeeeeiiiiins beðið með að flauta - þá var alveg ljóst að þeir gerðu sig besta og drógu hvorki taum Valsmanna né Víkinga! Þannig á það að vera!

Frábær skemmtun!

 PS. Var að sjá í fréttum að þetta er í fyrsta sinn í 10 ár sem Valur er í úrslitum bikarsins! Mér fannst það vera miklu styttra síðan. Þetta er því langþráður árangurt Valsmanna!  Til hamingu Valsmenn - og gangi ykkur allt í haginn í úrslitaleiknum.


mbl.is Valsmenn mæta Fram í úrslitaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband