Þjóðstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Reykjavík takk!

Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki ber skylda til þessa að mynda nú þegar starfhæfa "þjóðstjórn" þessara flokka í Reykjavíkurborg, nú þegar borgarbúar búa við aðstæður þar sem borgarstjóri er rúinn öllu trausti og meirihlutinn hangir á bláþræði. Öll önnur meirihlutamynstur eru andvana fædd - því miður.

Skoðanakönnun Gallup Capacent sýnir algera falleinkunn fyrir borgarstjórann, meirihlutasamstarfinu er hafnað og  það litla sem er eftir af "framboði" borgarstjórans mælist nánast ekki.

Sirkus undanfarinna vikna hefur veikt borgarstjórn og yfirvöld í  borginni þannig að hætta er á að innviðirnir bresti, enda veit enginn hver raunveruleg stefna meirihlutans er - því enginn tekur mark á blaðinu sem kallaður er "málefnasamningur". Það blað er minna virði en fallandi laufblað að hausti - sem óhjákvæmlega mun fjúka út í veður og vind.

Með slíkri "þjóðstjórn" - þar sem Dagur B. Eggertsson yrði að sjálfsögðu borgarstjóri - og Hanna Birna forseti borgarstjórnar - "þjóðstjórn" sem umgengist minnihlutan af virðingu og einbeitti sér að því að sjónarmið minnihlutans nái einnig eyrum almennings gegnum störf í nefndum og í borgarstjórn - er unnt að bjarga virðingu og trúverðugleika borgarstjórnar - og þar með trú manna á lýðræðinu í borginni.

Núverandi staða mun að óbreyttu ganga frá trúverðugleika kjörinna stjórnmálamanna dauðum.


Bloggfærslur 1. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband