Lögmálum markaðarins beitt í þágu félagslegs leiguhúsnæðis

Með því að óska eftir leiguíbúðum á almennum markaði og endurleigja þær til þeirra sem bíða eftir félagslegum leiguíbúðum hjá Reykjavíkurborg er verið að beita markaðslögmálum til að fá sem hagkvæmasta leigu í þágu þeirra sem á slíkum íbúðum þurfa að halda.

Þá er unnt að veita fleirum sem rétt eiga á félagslegum leiguíbúðum úrlausn fyrr en ella.

Það er ljóst að leiga er almennt að lækka og með því að óska eftir tilboðum sem þessum ætti Reykjavíkurborg að geta valið úr þær íbúðir þar sem boðin er lægsta leigan, en þó þannig að íbúðirnar uppfylli kröfur Félagsbústaða um húsnæði.

Einnig er mikilvægt að íbúðirnar séu dreifðar um borgina og jafnvel höfuðborgarsvæðið.

Þá getur þessi leið rent styrkari stoðum undir starfandi leigufélög í borginni sem mörg hver berjast í bökkum í efnahagsástandinu.

Síðast en ekki síst þá bindur þessi aðferð minna fjármagn borgarinnar í steinsteypu og því unnt að veita því fjármagni til að verja grunnþjónustu við borgarbúa á þeim erfiðu tímum sem við tökumst nú á við.

Ég er stoltur af þessari tillögu okkar í meirihlutanum í borginni og ég er ánægður með það góða samstarf sem við eigum við minnihlutan í ráðinu um vinnslu aðgerðaráætlunar í húsnæðismálum. Þar tökum við öll höndum saman um að finna leiðir til úrbóta í því efnahagsásandi sem nú ríkir.

 


mbl.is Rúmlega 1.200 bíða eftir félagslegum íbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband