Jákvætt grænt vinstra ljós!

Nú lýsir afar jákvætt vinstra ljós í hverfinu mínu! Það birtist í dag - og er ekki jólaljós - en mun væntanlega verða til þess að auka umferðaöryggi í Bústaðahverfi. Um er að ræða nýtt beygjuljós á Bústaðavegi inn á Grensásveg sem væntanlega mun beina umferð sem að hluta til hefði farið um Réttarholtsveg ef vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut verður lokað.

En eins og þeir sem hafa lesið pistlana mína þá sker Réttarholtsvegurinn sundur skólahverfið í Bústaðahverfi og aukin umferð þar í gegn eykur slysahættu.

Það er afar jákvætt að sjá að umhverfissvið er strax farið að vinna að aðgerðum til að draga úr umferð um Réttarholtsveg á þennan hátt - þótt hún muni væntanlega aftur aukast ef áætlanir um lokun vinstri beygju komast í framkvæmd!

En það gefst tækifæri fyrir stjórn Íbúasamtakanna í Bústaðahverfi að ræða þessi mál og önnur umferðamál í hverfinu beint við Þorbjörgu Helgu formann umhverfis- og samgöngusviðs í næstu viku á samráðsfundi vegna fyrirhugaðra breytinga. Treysti því að í sameiningu náist góð og örugg lausn í umferðaöryggismálum í hverfinu.


Afborganir af myntlánum miðist við gengisvísitölu 150 stig en ekki 250!

Það er vonandi að krónan hrapi ekki enn lengra í hyldýpið við þetta!

En fyrst við erum farin að tala um gjaldeyri þá skil ég ekki ósvífnina í nýju ríkisbönkunum að miða við daglega gengisvísitölu - sem liggur í kring um 250 stig - þegar þeir rukka lántakendur um afborganir af lánum sínum - þegar fjármögnunarhliðin er fryst inn í gömlu bönkunum!

Það er ekki verið að greiða fjármögnunarlán í erlendri mynt með afborgunum af myntlánunum!

Væri ekki nær að festa viðmiðun við til dæmis gjaldeyrisvísitölu við 150 stig á meðan þessu óeðlilega stendur á með gengisskráningu krónunnar í von um að krónan styrkist aftur - og til að koma í veg fyrir gjaldþrot fjölda fjölskyldna vegna þessa.

Er ekki rétt að ríkið skipi bönkunum sínum að endurskoða þetta viðmið - tímabundið - í ljósi stöðunnar?


mbl.is Millibankamarkaður á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

90 ár frá fyrsta skóladegi Samvinnuskólans - nú Háskólans á Bifröst!

Í dag eru 90 ár frá því fyrstu nemendurnir hófu nám við Samvinnuskólann forvera Háskólans á Bifröst. Reyndar er stofndagur Samvinnuskólans talinn 12. ágúst 1918 þegar stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga samþykkti að halda skóla "fyrir samvinnumenn" og að Jónas Jónsson frá Hriflu yrði skólastjóri.

Það var öflugur hópur sem hóf kennslu þennan dag fyrir 90 árum. Jónas frá Hriflu, Ásgeir Ásgeirsson síðar forseti Íslands, Héðinn Valdimarsson, Arnór Sigurjónsson, Guðmundur Magnússon, Jón Guðmundsson og Ólöf Jónsdóttir.

Enda varð Samvinnuskólinn strax öflugur stjórnendaskóli sem skipti íslenskt samfélag verulegu máli.  Þannig hefur það verið alla tíð síðan.

Samvinnuskólinn var fluttur að Bifröst í Norðurárdal sumarið 1955. Þá hófst Bifrastarævintýrið - sem stendur enn!

Í kjölfar breytinga á íslensku samfélagi þar sem menntunarstig þjóðarinnar þróaðist Samvinnuskólinn í Samvinnuháskólann sem nú nefnist Háskólinn á Bifröst.

Hlutverk Háskólans á Bifröst er ekki síður mikilvægt í dag en það var við stofnun Samvinnuskólans árið 1918.  Það er von mín að háskólinn haldi áfram að þróast í takt við samfélagið - eins og skólinn hefur alla tíð gert - og verði áfram með í fararbroddi hér eftir sem hingað til.

 

Hallur Magnússon, formaður Hollvinasamtaka Bifrastar


Bloggfærslur 3. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband