Heiðarleiki Framsóknarþingmanna of stór biti fyrir Fréttablaðið?

Var heiðarleiki Framsóknarþingmanna of stór biti fyrir Fréttablaðið? 

Var það of góð útkoma að allir nema einn þingmaður Framsóknarflokksins svöruðu spurningum Fréttablaðsins um um styrki til þeirra vegna prófkjara? 

Er það ástæðan fyrir því að Fréttamaður "gleymdi" að telja fram svar hins unga og efnilega nýja þingsmanns Framsóknarflokksins - Eygló Harðardóttur?

Reyndar er  það athyglisvert að það er nú staðfest að 6 af 7 þingmönnum Framsóknarflokksins svaraði spurningum blaðamanns um styrki sem þeir hefðu mögulega þegið vegna prófkjörsbaráttu - á meðan einungis 7 af 18 þingmönnum Samfylkingar svara spurningunni - en sá Samfylkingin hefur víða á blogginu verið sökuð um að þiggja fé af Baugi og þeim sem að því ágæta fyrirtæki standa - og einungis 2 af 25 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins svara spurningunni!

Hverjir ætli hafi fjármagnað prófkjörskostnað þingmanna ríkisstjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar?

Það fáum við greinilega ekki að vita!

Aftur að svarinu sem blaðamaður Fréttablaðsins "gleymdi". Á vefsíðu Eyglóar birtir hún tölvupóst sinn til blaðamannsins:

From: Eygló Þóra Harðardóttir
Sent: 5. desember 2008 10:53
To:
jse@frettabladid.is
Subject: Svar við fyrirspurn

Sæll Jón,

hér er svarið mitt:

Prófkjörsbarátta mín í Suðurkjördæmi kostaði á milli 700-800 þús. kr. Ég greiddi sjálf stærsta hluta kostnaðarins auk þess sem fjölskylda mín studdi mig fjárhagslega. Lítill hluti kom frá einstaklingum og fyrirtækjum mér ótengd, eða innan við 100 þús. kr.

bkv. Eygló
-------------------
Eygló Harðardóttir

þingmaður

 

 


Framsóknarmaður valinn maður ársins hjá Time!

Það er skemmtilegt að Framsóknarmaðurinn Barack Obama hafi verið valinn maður ársins hjá stórtímaritinu Time!

Ekki er verra að valið er meðal annars vegna "sjálfstraust til að rissa upp metnaðarfulla framtíðarsýn á erfiðum tímum.“

Það er vonandi að ný forysta Framsóknarflokksins taki félaga sinn til fyrirmyndar og hefji stjórnmálabaráttuna á nýju ár með "sjálfstraust til að rissa upp metnaðarfulla framtíðarsýn á erfiðum tímum.“  

Ekki veitir af - og ekki er slíkt að gerast hjá Sjálstæðisflokknum og Samfylkingunni - systurflokki Verkamannaflokksins sem hefur verið í fararbroddi í aðförinni að Íslandi!


mbl.is Obama valinn maður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarráð sameinast um áskorun um hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar

Velferðarráð Reykjavíkurborgar sameinaðist á fundi sínum í gær um áskorun til aðgerðarhóps borgarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar um að hækka grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Ég stýrði fundi Velferðaráðs sem varaformaður í veikindafjarveru formanns og lagði til sameiginlega bókun um hækkun til þeirra sem minnst mega sín í efnahagshruninu.

Við fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks höfðum reyndar boðið minnihlutanum að vinna semeiginlegt minnisblað um helstu áherslur Velferðaráðs til aðgerðarhópsins síðastliðinn, en þá valdi minnihlutinn heldur að setja fram harðorða bókun í stað þess að vinna að framgangi grunnþjónustu Velferðasviðs sem ein heild. En það gleður mig að allir gátu sameinast um þessa mikilvægu áskorun.

Reyndar les ég það á visir.is í dag að fulltrúar minnihlutans undrast þessa áherslu fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks meirihlutanum á samvinnu í ráðinu, þrátt fyrir að áhersla hafi verið lögð á slíkt allavega hjá núverandi meirihluta.

Sameiginleg bókun Velferðaráðs er eftirfarandi:

"Velferðaráð beinir því til þverpólitísks aðgerðarhóps borgarstjórnar að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar og heimildargreiðslur vegna barna verði hækkaðar.

Einnig undirstrikar velferðaráð að viðbótarfjármagn verði tryggt í fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur fari þeir liðir fram úr samþykktri fjárhagsáætlun.

Þá er ljóst að velferðaráð getur ekki skorið niður yfirvinnu á sama hátt og önnur svið vegna sérstöðu lögbundinnar sólarhringsþjónustu við börn, fatlaðra og aldraða og kjarasamninga við umönnunarstéttir."

Á fundinum lá fyrir til kynningar drög að starfs- og fjárhagsáætlun Velferðarsviðs - en drögin eru trúnaðargögn þar til þau birtast í frumvarpi borgarstjóra til fjárhagsáætlunar.  Við í meirihlutanum, fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks bókuðum eftirfarandi vegna fyrirliggjandi draga:

"Fjárhagsáætlun Velferðarsviðs tekur mið af þeim markmiðum sem borgaryfirvöld hafa sett um að standa vörð um grunnþjónustu Reykjavíkurborgar, störf innan borgarkerfisins verði varin og gjaldskrár verði ekki hækkaðar.

Velferðarsvið veitir borgarbúum mikilvæga grunnþjónustu og leikur lykilhlutverki í stuðningi við íbúa borgarinnar á erfiðum tímum.

Því hefur ekki verið gerð eins rík hagræðingakrafa á Velferðarsvið og önnur svið borgarinnar.

Ljóst er að fjárþörf vegna fjárhagsaðstoðar mun aukast í því efnahagsástandi sem nú ríkir, enda er í fjárhagsáætluninni gert ráð fyrir verulegri aukningu í fjárhagsaðstoð.

Að auki er gert ráð fyrir að viðbótarfjármagn verði tryggt í fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur fari þeir liðir fram úr samþykktri fjárhagsáætlun.

Ljóst er að ekki verður unnt að draga úr yfirvinnu á Velferðarsviði á sama hátt og öðrum sviðum borgarinnar meðal annars þar sem oft á tíðum er um að ræða sólarhringsþjónustu þar sem ekki er unnt að draga úr yfirvinnu.

Í því erfiða efnahagsástandi sem nú ríkir í samfélaginu er mikilvægt að reka ábyrga fjármálastjórn.  Því hefur verið nauðsynlegt að hagræða í ákveðnum þáttum sem heyra undir Velferðarsvið en áhersla lögð á að grunnþjónustan sé varin."

 


Bloggfærslur 17. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband