Einkavæðum bankana þrjá - strax!

Það er rétt að einkavæða ríkisbankana þrjá og það strax!

Ríkið á í fyrstu að halda 30% hlut sem kjölfestufjárfestir í tveimur bönkum. Ríkið á að selja lífeyrissjóðunum 30% kjölfestufjárfestahlut í þriðja bankanum.

70% hlutur bankanna á að skila til þjóðarinnar í formi hlutabréfa. Einn hlutur í hverjum banka á hverja einustu kennitölu.

Þegar frá líður og hlutirnir fara að rétta sig af - þá á ríkið að selja 30% hlut sinn í bönkunum tveimur  - í þremur 10% hlutum í hvorum bankanum fyrir sig.

 


mbl.is Ný bankaráð skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siv Friðleifsdóttir komin í ham í öflugri stjórnarandstöðu!

Siv Friðleifsdóttir alþingismaður er greinilega komin í ham og ætlar ekki að láta bráðabirgðaríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar komast upp með neinn moðreyk.

í vikunni hjólaði hún í ríkisstjórnina og spurðist fyrir hvenær hún ætlaði að breyta umdeildum lögum um lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna - þar sem stjórnarliðar fóru undan í flæmingi.

Þá dró Siv fram á fundi efnahagsnefndar Alþingis það sem rétt er að ekki verði annað ályktað annað af símtali Árna Mathiesen fjármálaráðherra og Alistairs Darling, starfsbróður hans, í október eftir fall bankanna en að samráð Árna við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi verið í algjörum molum á ögurstundu.

Þá rakti Siv að út frá símtali Árna og Darlings verði ekki annað ráðið en að viðskiptaráðherra hafi á fundi sínum þann 2. september gefið breskum stjórnvöldum loforð eða yfirlýsingu af einhverju tagi vegna stöðu Landsbankans og hugsanlega annarra banka, sem síðan fjármálaráðherra virðist ekki kannast við.

Þá segir Siv eins og satt er:

„Símtal ráðherranna lak til fjölmiðla og birtist opinberlega fyrst á Íslandi. Upplýsingaleki af þessum toga veldur óbætanlegum álithnekki á íslenskri stjórnsýslu og stórskaðar stöðu Íslands í samskiptum við stjórnvöld annarra landa. Í kjölfar þessa er ólíklegt að ráðherrar annarra landa treysti sér til að eiga trúnaðarviðræður við íslenska stjórnvöld og ráðherra um nokkurt sem máli skipti um langt skeið. Verða slík samtöl væntanlega um léttvæg mál allt þar til tekist hefur að skapa traust á íslenskri stjórnsýslu á nýjan leik.

Beðið er um að nefndin verði upplýst um hvernig ofangreint símtal lak til fjölmiðla í ljósi alvarleika málsins,"

Siv krafðist þess að öll minnisblöð vegna fundar viðskiptaráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar og Alistar Darling, fjármálaráðherra Breta, þann 2 sept. sl. verði lögð fram.

Eðlilega. Það bendir allt til þess að Samfylkingaráðherra hafi þar lofað hlutum sem hann getur ekki staðið við og varð til þess að koma okkur á enn kaldari klaka en annars hefði orðið!


mbl.is Öll minnisblöð vegna fundar viðskiptaráðherra og Darlings verði lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólskur uppgangur í kjölfar Evrópusambandsaðildar

Þátttaka Pólverja í fjármálalegri neyðaraðstoð við Íslendinga hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum misserum þegar Pólverjar börðust við fjöldaatvinnuleysi og langvarandi kreppu. En í kjölfar inngöngu Pólverja í Evrópusambandið hefur Pólland jafnt og þétt styrkst efnahagslega þannig að þar er nú blómlegra en víða annars staðar.

Við verðum óbeint vör við þennan uppgang í Póllandi þegar við sjáum á bak pólskra fjölskyldna sem starfað hafa hér um nokkurt skeið en voru farnar að hugsa sér til hreyfings jafnvel áður en kreppan skall hér á. Ástæðan stórbætt kjör heimafyrir.

Uppgangurinn í Póllandi hefur meira segja orðið til "vandræða" í Noregi þar sem mikill fjöldi Pólverjar hefur tekið þátt í atvinnulífi Nortegs um langt árabil - en er nú horfin heim á ný.

Þá eru Pólverjar í landamærahéruðunum við Þýskaland farnir að keyra yfir til Þýskalands að versla - en áður var þessu öfugt farið.


mbl.is Pólverjar munu lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband