Atvinnu áfram með rýmri endurbótalánum hjá Íbúðalánasjóði

Félagsmálaráðherra og Íbúðalánasjóður ætti að rýmka möguleika fólks til að taka endurbótalán vegna atvinnuskapandi viðhaldsframkvæmda á íbúðarhúsnæði landsmanna. Það eru ekki allir svo illa staddir að þeir geti ekki bætt við sig lánum vegna arðbærra viðhaldsframkvæmda og slík verkefni geta skipt sköpum fyrir fjölmarga iðnaðarmenn og fyrirtæki í byggingariðnaði.

Þá er mikilvægt að húsfélög geti farið í slíakr framkvæmdir.

Legg til að unnt verði að taka lán hjá Íbúðalánasjóði til viðhaldsframkvæmda sem verði afborgunarlaus í allt að 3 ár. Slík lán verði undan.egin stimpilgjaldi og að einnig að virðisaukaskattur af vinnu vegna slíkra framkvæmda verði alfarið undanskilin virðisaukaskatti.

Samhliða verði hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuð verulega og stimpilgjöld af þeim alfarið afnumin.


Hefði Ísland getað fengið úr neyðarsjóði ESB?

Ísland hefði væntanlega fengið lán úr neyðarsjóði ESB vegna efnahagsörðugleika - ef Íslendingar væru í Evrópusambandinu. Á móti þá væri vandi Íslendinga þá ekki eins mikill og nú þar sem væntanlega hefði verið búið að kasta krónunni og taka upp Evruna. Þá væru íslenskir einkabankar kannske enn á lífi!

En allt þetta er nú bara ef ...

... en ættum við ekki samt að tékka á Evrópusambandinu? Sjá hvað við fengjum upp úr pottinum? Það finnst mér!

... en ég áskil mér allan rétt til að hafna aðild - ef mér hugnast ekki skilyrðin!


mbl.is ESB lánar Ungverjum 6,5 milljarða evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grasrótin í Framsóknarflokknum vill aðildarviðræður að ESB!

Grasrótin í Framsóknarflokknum vill aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta staðfesti annars vegar fjölmennt kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi og hins vegar Framsóknarfélag Akranes í ályktun sínum í gærkvöldi.

Framsóknarflokkurinn verður að útkljá Evrópumálin hið fyrsta. Því ber að flýta flokksþingi.

Þá er ljóst að kosningar verða í vor hvað sem Geir Haarde reynir að strögla í bráðabirgðaríkisstjórn sem hangir á bláþræði.

Ég hef hvatt til þess að Framsóknarmenn - sem eru afar öflugir um þessar mundir eins og fjölmennt kjördæmisþing sýnir - þrátt fyrir afhroð í skoðanakönnunum - flýti flokksþingi sínu.

Þar hef ég mælt með því að Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Magnús Stefánsson-  sem öll sátu sem ráðherrar í síðustu ríkisstjórn - taki fyrir Framsóknarflokksins hönd ábyrgð á mögulegum þætti Framsóknarflokksins í núverandi efnahagsástandi og segi af sér.

Þetta fólk hefur á undanförnum áratugum lagt gífurlega mikið á sig í vinnu fyrir íslenska þjóð og fyrir Framsóknarflokkinn. Það hefur á mörgum sviðum lyft grettistaki og átt lykilþátt í að byggja upp atvinnu og velferð íslensku þjóðarinnar. Þau eru í hópi vönduðustu og bestu stjórnmálamanna Íslands.

En á sama hátt og þau bera ábyrgð á fjölda góðra mála sem ber að þakka, þá bera þau að einhverju leyti einhverja ábyrgð á núverandi efnahagsástandi - þótt meginsökudólgurinn sé Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sem hefur gert allt rangt í efnhags- og bankamálum síðan Samfylkingin tók sæti í ríkisstjórn. Þar hefur Framsóknarflokkurinn reyndar varað við vitleysunni.

Því ber þeim að taka ábyrgðina og hætta - því engin persóna er stærri en lýðræðislegur stjórnmálaflokkur eins og Framsóknarflokkurinn. Það er nóg af öflugu fólki til að taka upp merkið að nýju fyrir nýja Framsókn - sem byggir á góðum og göfugum hugsjónum sem unnið hefur verið eftir í rúm 90 ár. Það sýnir td. öflugur og fjölmennur fundur í kjördæmasambandi suðvesturkjördæmis í gær.

En þótt ég hvetji fjórmenningana til að standa upp og taka ábyrgð, þá ítreka ég að þjóðin og Framsóknarflokkurinn stendur í mikilli þakkarskuld við þessa öflugu Framsóknarmenn sem hafa unnið af mikilli elju og fórnað miklu fyrir íslenska þjóð.


mbl.is Vilja ESB-aðild og evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grasrótin í Framsóknarflokknum vill aðildarviðræður að ESB!

Grasrótin í Framsóknarflokknum vill aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta staðfesti annars vegar fjölmennt kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi og hins vegar Framsóknarfélag Akranes í ályktun sínum í gærkvöldi.

Framsóknarflokkurinn verður að útkljá Evrópumálin hið fyrsta. Því ber að flýta flokksþingi.

Þá er ljóst að kosningar verða í vor hvað sem Geir Haarde reynir að strögla í bráðabirgðaríkisstjórn sem hangir á bláþræði.

Ég hef hvatt til þess að Framsóknarmenn - sem eru afar öflugir um þessar mundir eins og fjölmennt kjördæmisþing sýnir - þrátt fyrir afhroð í skoðanakönnunum - flýti flokksþingi sínu.

Þar hef ég mælt með því að Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Magnús Stefánsson-  sem öll sátu sem ráðherrar í síðustu ríkisstjórn - taki fyrir Framsóknarflokksins hönd ábyrgð á mögulegum þætti Framsóknarflokksins í núverandi efnahagsástandi og segi af sér.

Þetta fólk hefur á undanförnum áratugum lagt gífurlega mikið á sig í vinnu fyrir íslenska þjóð og fyrir Framsóknarflokkinn. Það hefur á mörgum sviðum lyft grettistaki og átt lykilþátt í að byggja upp atvinnu og velferð íslensku þjóðarinnar. Þau eru í hópi vönduðustu og bestu stjórnmálamanna Íslands.

En á sama hátt og þau bera ábyrgð á fjölda góðra mála sem ber að þakka, þá bera þau að einhverju leyti einhverja ábyrgð á núverandi efnahagsástandi - þótt meginsökudólgurinn sé Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sem hefur gert allt rangt í efnhags- og bankamálum síðan Samfylkingin tók sæti í ríkisstjórn. Þar hefur Framsóknarflokkurinn reyndar varað við vitleysunni.

Því ber þeim að taka ábyrgðina og hætta - því engin persóna er stærri en lýðræðislegur stjórnmálaflokkur eins og Framsóknarflokkurinn. Það er nóg af öflugu fólki til að taka upp merkið að nýju fyrir nýja Framsókn - sem byggir á góðum og göfugum hugsjónum sem unnið hefur verið eftir í rúm 90 ár. Það sýnir td. öflugur og fjölmennur fundur í kjördæmasambandi suðvesturkjördæmis í gær.

En þótt ég hvetji fjórmenningana til að standa upp og taka ábyrgð, þá ítreka ég að þjóðin og Framsóknarflokkurinn stendur í mikilli þakkarskuld við þessa öflugu Framsóknarmenn sem hafa unnið af mikilli elju og fórnað miklu fyrir íslenska þjóð.


mbl.is Vilja hefja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband