Innanflokksátök í Samfylkingunni magnast!

Innanflokksátök í Samfylkingunni magnast með hverjum deginum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ASÍ, gagnrýnir Samfylkingarforystuna og ríkisstjórnina nær daglega þessa dagana.

Er nokkuð farið að hitna undir Ingibjörgu Sólrúnu?


mbl.is Frumvarpið vottur um uppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarleg mistök borgarráðs sem borgarstjórn þarf að leiðrétta!

Borgarráð varð á alvarleg mistök að ganga á bak loforðs sem fyrri borgarstjóri hafði gefið íbúum Bústaðahverfis um að ekki yrði farið í lokun vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut í Elliðaárda, enda mun slík aðgerð stórauka umferð um Réttarholtsveg þar sem hundruð skólabarna fara yfir á degi hverjum enda sker gatan sundur skólahverfi.

Ég vænti þess að borgarstjórn leiðrétti þessi mistök.

Enbættismönnum borgarinnar ætti að vera afstaða íbúa Bústaðahverfis ljós þar sem hún kom afar skýrt fram á fundi íbúasamtaka Bústaðahverfis síðastliðið vor og aftur á fundi borgarstjóra með íbúum hverfisins í sumar.

Það er ljóst að íbúar í Bústaðahverfi munu ekki láta bjóða sér þá aukningu umferðar sem verður um Réttarholtsveg - enda er umferð það allt of mikil og allt of hröð nú þegar og mikil mildi að ekki hafi orðið stórslys á börnum.


mbl.is Loka vinstri beygju af Bústaðavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband