Er ríkisstjórnin að leggja viðskiptalífið í rúst með sífelldu klúðri?
27.11.2008 | 22:56
Er þetta endalaust klúður ríkisstjórnarinnar - og er ríkisstjórnin að ganga gegn tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins með frumvarpi um gjaldeyrismál - sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að stórskaði íslenskt viðskiptalíf!
Það er sérstakt að hörðustu stjórnarandstæðingarnir eru annars vegar Samtök atvinnulífsins - sem hingað til hafa verið talin hliðholl Sjálfstæðisflokknum - og hins vegar ASÍ - sem hingað til hefur verið að stórum hluta hliðholl Samfylkingunni!
Er þetta ekki merki um að ríkisstjórnin verði að fara frá og boða kosningar í vor?
Skrítið að ríkisstjórnin er reiðubúin að ganga gegn skriflegum tilmælum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins - en telur sig ekki geta boðað til kosninga af því forsætisráðherrann heldur að það sé ekki vinsælt hjá sama sjóði - þótt ekkert liggi fyrir um það frá sjóðnum!
Er þetta ekki merki um að ríkisstjórnin verði að fara frá og boða kosningar í vor?
![]() |
Mun stórskaða viðskiptalífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Davíð konungir lætur ekki segja sér fyrir verkum!
27.11.2008 | 07:16
Davíð konungur lætur ekki segja sér fyrir verkum!
Nema hann sé að hætta!
![]() |
Davíð frestar komu sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)