Davíð konungir lætur ekki segja sér fyrir verkum!

Davíð konungur lætur ekki segja sér fyrir verkum!

Nema hann sé að hætta!


mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hvaða vitleysa og bull er þetta í þér.

Það er flesna að ganga í þjóðfélaginu, kvef og hálsbólga.

Getur Davíð ekki bara verið veikur??

Bjarni Kjartansson, 27.11.2008 kl. 09:20

2 identicon

Sæll Hallur lið “götustrákanna” þaas útrásarvíkinganna og banka"snillinganna" með forsetan "okkar" og ekki gleyma Samfylkingunni sem hefur verið laumufarþeginn í þessu föruneyti kalla ég hina "bleiku hönd". Þetta eru ekki liðsmenn Davíðs vel á minnst þetta eru svarnir óvinir hans. Það má ekki rugla saman þessum tveimur spilastokkum. Hina "grænu hönd" þekkir þú vel Hallur þó þú viljir kannski ekki viðurkenna það.

Hver feldi fjölmiðlafrumvarpið og tryggði einokun á fjölmiðlum á Íslandi sem auðveldaði plottið? Hverja studdi Jón Ásgeir, triljónkrónuskuldarinn fyrir síðustu kosningar? Hverja kallaði Jón Ásgeir til sögunnar þegar Glitnir var yfirtekinn vegna gjaldþrotsins? Hann á að hafa kallað til “sína menn” um miðja nótt þar á meðal viðskiptaráðherran “sinn”, Björgvin Sigurðsson já og sjálfur þingflokksformaðurinn Lúðvik Bergvinsson sem hefur um áraraðir ferðast og glaðst með þessum "snillingum".

Hver gladdist yfir því að Jón Ásgeir var næstum sýknaður í Baugsmálinu þar sem ríkið af miklum vanefnum fór gegn ofureflinu. Já það var sjálfur Össur sjálfur sem gagnrýndi þetta allt saman á sínu “góða bloggi” og stór hluti þjóðarinnar tók undir þennan söng. Fjölmiðlafyrirtæki Jóns Ásgeirs. Rauð sól. lógóið fyrir Samfylkingunar.

Ég var aldrei neitt upp á “bláu höndina” hans Davíðs en “bleika höndin” hún er að mér virðist ennþá ennþá spilltari og verri. Já og saman eru þær bleikt og blátt, minnir á tímarit eitt sem var og er kannski ennþá gefið út. Við erum hvort eð er ærulaus í alþjóðlegu samhengi hér á þessari eyju. Við getum ekki sokkið dýpra.

Það er enginn og ég endurtek enginn sem hefur beðið þjóðina afsökunnar á gjörðum sínum eða aðgerðarleysi sínu.

Ísland er orðið alþjóðlegt viðundur, “Molbúar” fjármálanna (bið hér hina eiginlegu Molbúa í Danmörku hér ævarandi afsökunnar ætti að standa Íslendingar).

Við erum þegar alþjóðlegt aðhlátursefni og það er hægt að benda á okkur á kortinu. Við verðum hryllingsdæmið, “vítið” sem öðrum þjóðum verður gert að varast. Við og aðrir galeyðuþrælar og afkomendur okkar sem fæðast í fjötrum á "fanga"eyjunni ættum náttúrulega að haga okkur vel þakka þessu “góða” fólki sem kom okkur í þetta “víti” og sýna þeim fullkomna bankaleynd meðan hin “bleika og bláa hönd” rannsakar mál þeirra kannski undir stjórn Lúðvíks Bergvinsonar og hans kauða í Baugsliðinu hver veit.

Gunn (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:31

3 identicon

.... Skil vel að Davíð sé orðinn lasinn. Mér er einnig orðið óglatt af þessu öllu saman og þarf að kasta upp.....

Gunn (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:57

4 identicon

Ég vil að Davíð fari frá og ég er sammála þér í flestu Gunn að bleika höndin er ekki skárri enda reynir Grímur á sínu bloggi að koma því að Jón Á sé ekki svo slæmur, ég les hans grein allavega þannig. Jú Agnes fer hamförum gegn Jóni Ásgeiri og það er gott en hún ætti líka að tala um hina. Það er líka þannig oft með þá seku að benda á annan svo þeir sjáist ekki.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 11:40

5 identicon

Loksins fáum við erlendan sérfræðing til að hjálpa okkur!
Það sem meira er, við Íslendingar höfum efni á að borga honum enda getum við nú borgað í Zimbawe dollurum.
Ríkisstjórnin hefur nú gert gjaldeyris-, vináttu- og varnarsamning við Zimbawe enda eiga þjóðirnar margt sameiginlegt. Verðlausan gjaldmiðil, “frumlega” efnahagsstjórn þar sem áhugamenn hafa fengið að spreyta sig, botnlausar skuldir, stórfellda spillingu, útskúfun meðal þjóða, stórfeldan fólksflótta og atvinnuleysi og ekki minnst, má minna á andstöðuna við Breta. Það er þó með kvíðablöndnum ótta sem margir Íslendingar vænta hersveitanna frá Zimbabwe. Það var einnig reynt að koma á sambandi við Norður-Kóreu en þeir hefur enn sem komið er, enginn svarað í síma.

Sérfræðingurinn hefur um árabil stjórnað hagkerfi Zimbawe með ótrúlegum árangri. Það var mælt með honum á greiningardeild Baggalúts.
Dr. Rama Maramurtimurti er prófessor við konunglega háskólann á Túvalúeyjum.
http://baggalutur.is/index.php?id=4371
Helsta verkefni Dr. Maramurtimurti verður, að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, „að leita leiða út úr þeim vanda sem nú steðjar að íslenskri þjóð og samfélagi og beita til þess viðurkenndum, klassískum aðferðum stjórnmála- viðskipta- og félagsfræða.
Hann mun í þessu starfi sínu beita sérhæfðu afbrigði af hinni íslensku strútarannsóknartækni sem beitt verður framvegis í öllum opinberum rannsóknum í þessum löndum. Þessi rannsóknaraðferð tryggir að gríðarlegir fjármunir muni sparast þar sem tryggt er að enginn mun nokkurn tíma verða lögsóttur, dæmdur eða þurfa að sitja í fangelsi.
Þjóðin bindur miklar vonir við þetta framtak og þessa samvinnu. Menn binda einnig vonir um að þetta gæti verið sproti að næstu útrásarbylgju þar sem Íslendingar ásamt Zimbawe gætu veitt mikilvæga alþjóðlega ráðgjöf um hreinsun eftir fjármála og spillingasukk.

Gunn (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 15:12

6 identicon

  Það vitið þið best framsóknarmenn sögðuð já stanslaust í 12 ár.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:05

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Hörður Már Karlsson!

Eru verkir með þessu?

Hallur Magnússon, 27.11.2008 kl. 17:24

8 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hallur, fékkst þú ekki þennan tölvupóst frá Jóni Sig.? Ég hélt að þið væruð í sama liði. Eru fleiri flokkar í Framsókn en þessir tveir sem allir þekkja?

Sigurður Hrellir, 27.11.2008 kl. 18:48

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Nei, ég fékk ekki þennan tölvupóst - en hafði reyndar orðið var við að Guðni væri frekar óhress með skoðanir og greinar Jóns.

Hallur Magnússon, 27.11.2008 kl. 19:14

10 identicon

   Stundum hef eg verki með þessu,en þeir liða hja þegar eg hef kommentað hja þer.  Hallur þu ert hugrakkur framsoknarmaður með opið kommentakerfi.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:48

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Hörður!

Gott að ég verð til þess að lina þjáningar þínar!

Endilega haltu áfram að kommentera

Hallur Magnússon, 27.11.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband