„Islendingar krev nordmann fjerna“
25.11.2008 | 16:11
Islendingar krev nordmann fjerna segja Norðmenn. Eiga þeir ekki örugglega við Geir Haarde?
![]() |
Íslendingar vilja Norðmanninn burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skjótum sendiboðann öðrum til viðvörunar!
25.11.2008 | 12:01
Skjótum sendiboðann sem fletti ofan af forsætisráðherranum með því að birta sjónvarpsupptöku sem ekki var í hans eigu. Eitt er að óska eftir að skila gögnum sem kunna að vera í eigu RÚV, en annað að biðjast afsökunar á því að koma sannleikanum á framfæri við íslensku þjóðina.
Sendiboðanum er hótað lögsókn ef hann verður ekki við tilmælum útvarpsstjóra. Mun sendiboðinn verða lögsóttur ef hann skilar gögnunum en biðst ekki afsökunnar?
Sjálfsritskoðun er þekkt í fjölmiðlaheiminum. Það er ástæða þess að almenningur fékk ekki að sjá myndbrotin strax á sínum tíma þótt full ástæða hefði verið til. En þegar sjálfsritskoðun breytist í hreina og klára gamaldags ritskoðun, þá erum við komin út á afar hálann ís. Hvaða mannréttindi verða þá tekin af okkur næst?
Vonandi fellur Páll Magnússon ekki í ritskoðunargryfjuna.
![]() |
Krafa um að viðtali við Geir verði skilað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orkan okkar ær og kýr!
25.11.2008 | 10:40
Orkan er okkar ær og kýr. Nýting grænnar orku í formi gufuafls og í formi hefðbundinna grænna vatnsvirkjanna á Íslandi er það sem mun byggja upp efnahagslífið að nýju svo fremi sem okkur gefist kostur á að nýta þessa auðlind okkar. Alveg eins og afurðir áa og kúa héldu í okkur lífinu gegnum aldirnar.
Þá er þekking okkar á sviði grænnar orku orðin mikilvæg útflutningsvara - á sama hátt og við seldum afurðir ánna og kúnna - vaðmál, smjör og síðar fé á fæti til útlanda. Svo fremi sem okkur auðnast að koma okkur saman um að flytja slíka þekkingu út.
Ég við svo að heilsa Vinstri grænum sem væntanlega munu koma inn menn athugasemdir og halda því fram að gufuaflsvirkjanir - og vatnsaflsvirkjanir framleiði ekki græna orku. Það er bara ekki rétt hjá þeim. Enda er Orkuveita Reykjavíkur með lánsvilyrði fyrir láni á lægstu mögulegum vöxtum frá þróunarbanka Evrópu - eða hvað hann nú heitir - vegna þess að orkuframleiðsla OR er græn orka.
Punktur.
![]() |
Mikill áhugi á íslenskum orkufyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)