Vantrauststillaga tvíbeitt vopn á Alþingi - yrði samþykkt með lófaklappi hjá þjóðinni!
23.11.2008 | 21:20
Vantrauststillaga á ríkisstjórnina getur verið tvíbeitt vopn þótt ríkisstjórnin sé rúin öllu trausti. Slík vantrauststillaga getur hæglega barið stjórnarþingmenn saman - en hún getur líka sýnt fram á þá miklu bresti sem eru í stjórnarsamstarfinu.
Reyndar þarf ekki vantrauststillögur til að sjá þá bresti - svo augljósir eru þeir.
Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins segir á fréttavefnum visir.is "Ástandið í þjóðfélaginu kallar á vantrauststillögu"
Ríkisstjórnina skorti traust líkt og fram komi í skoðanakönnunum. Samvinnu og samstarfsvilja skorti á milli stjórnarflokkanna og þá skorti ábyrgðatilfinningu hjá einstökum ráðherrum ríkisstjórnarinnar"
Valgerður segir ástandið í þjóðfélaginu vera engu líkt og að henni detti ekki í hug að kenna ríkisstjórninni eingöngu um það það. ,,Aftur á móti stendur hún frammmi fyrir því að vinna úr þessum erfiðleikum og hafa framtíðarsýn fyrir þjóðina og mig finnst vera mikill skortur á að svo sé."
Valgerður segir ástandið í þjóðfélaginu vera engu líkt og að henni detti ekki í hug að kenna ríkisstjórninni eingöngu um það það. ,,Aftur á móti stendur hún frammmi fyrir því að vinna úr þessum erfiðleikum og hafa framtíðarsýn fyrir þjóðina og mig finnst vera mikill skortur á að svo sé."
En þótt meirihluti þingmanna muni líklega greiða atkvæði gegn tillögunni - þá er ljóst hvernig vantrauststillaga færu ef hún yrði lögð fyrir þjóðina! Ríkisstjórnin ætti ekki séns!
Geir og Ingibjörg Sólrún eiga að sýna sóma sinn í því að tilkynna nú þegar að kosningar verði haldnar í vor - og taka höndum saman við stjórnarandstöðuna um að vinna að nauðsynlegum aðgerðum vegna efnahagsástandsins.
![]() |
Rætt um vantrauststillögu á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Samfylkingin stendur í vegi uppbyggingar efnahagslífsins
23.11.2008 | 14:11
Álver á Bakka hefði jákvæð áhrif á uppbyggingu efnahagslífsins og skiptir afar miklu máli fyrir íbúða norðausturlands. Hins vegar stendur Samfylkingin í vegi fyrir slíkri uppbyggingu - þar sem umhverfisráðherrann kom í veg fyrir nauðsynlega uppbyggingu.
Það þýður ekkert fyrie samgöngumálaráðherrann að halda öðru fram.
![]() |
Meirihluti telur álver hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Almenningur vill kosningar í vor!
23.11.2008 | 11:06
Almenningur vill kosningar í vor, enda hefur þjóðin gersamlega misst trú á ríkisstjórnina og núverand forystu stjórnmálaflokkanna. Það er athyglisvert að sjá að Samfylkingarmenn skila sér í skoðanakönnuninni - ekki síst í ljósi þess að mikil ólga er innan Samfylkingarinnar og skýr krafa um kosningar.
Það fór ekki alveg saman fréttaflutningur fjölmiðla af ánægju með ræðu Ingibjargar Sólrúnar - og það sem nokkrir Samfylkingarmenn sögðu mér um stemmninguna. Reyndar eru það Samfylkingarmenn sem vilja kosningar í vor. Þeir standa harðir að baki Ingibjargar - en það ólgar í þeim. Þeir eru - eins og þjóðinn - búnir að fá nóg af ríkisstjórninni og samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.
Framsóknarflokkurinn mælist lágt og aðeins lægri en í síðustu könnun - sem kemur ekki á óvart eftir ólguna á miðstjórnarfundi og brotthvarf formannsins - stuðningsmenn flokksins vilja bíða og sjá hvað verður. Enda eru ekki nema 49,9% aðspurðra sem treysta sér til að nefna einstakan stjórnmálaflokk í skoðanakönnuninni.
Ný Framsókn á því mikil sóknarfæri í kjölfar kynslóðaskiptana sem nú fara fram í flokknum - væntanlega með nýju fólki sem ekki er brennt af fortíðinni líkt og flestir núverandi forystumenn stjórnmálaflollanna.
Staða Geirs Haarde veikist sífellt - ekki síst þar sem ítrekað slettist á hvítan fermingarkirtilinn sem hann hefur reynt að skarta framundir það síðasta. "Maðurinn er algjört fífl" og myndabandið frá í janúar þegar Geir missti sig illa við fréttamann - ofan á þá tilfinningu þjóðarinnar að Geir sé bara ekki að segja satt á síendurteknum blaðamannafundum um nánast ekki neitt - er hægt en örugglega að ganga frá Geir sem stjórnmálamanni. Spái því að Geir verði ekki við stjórnvölinn fyrir næstu kosningar - nema þær verði í vor!
Geir gæti mikið lært af farsælu samstarfi og vinnulagi Hönnu Birnu og Óskars í Reykjavíkurborg.
Það er hefð fyrir því að VG mælist hátt í skoðanakönnunum og ekkert um það að segja!
Það að Frjálslyndir mælist ekki hærra en raun ber - í því ástandi sem nú er og í ljósi þess að flokkurinn hefur aldreið verið í ríkisstjórn - sýnir að flokkurinn er í dauðateygjunum. Ný stjórnmálasamtök sem að líkindum munu koma fram - og þá er ég ekki að tala um vitleysissamtök vörubílstjóra og Bónudfánaflaggara - munu væntanlega veita Frjálslyndaflokknum náðarhöggið.
![]() |
31,6% stuðningur við stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |